Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 11:07 Bómur hafa verið lagðar út í ána Ambarnaya til þess að stöðva olíuna sem lak út í hana frá orkuveri við borgina Norilsk á föstudag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu. Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu.
Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira