Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2020 11:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skjáskot/Hönnunarsjóður Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. 49 verkefni hlutu styrk að þessi sinni en alls bárust 276 umsóknir um styrki þar sem sótt var um 520 milljónir. Sjálfbær byggingariðnaður, íslensk framleiðsla, handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun í íþróttum eru á meðal þeirra verkefna sem hljóta styrki en hæsti einstaki styrkurinn var 2.500.000. Lista yfir alla styrkþega má finna hér neðar í fréttinni. „Ég fagna þeirri áherslu á nýsköpun og skapandi lausnir sem er einkennismerki þessarar úthlutunar úr Hönnunarsjóði. Nú gildir að leita nýrra lausna við þeim áskorunum sem blasa við,“ segirÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar og nýsköpunar. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. Erfið staða fyrir hönnuði 100 hönnuðir og arkitektar standa á bak við þessi 49 fjölbreyttu verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni og fjármagnið snertir með beinum eða óbeinum hætti um 300 manns. Verkefnin endurspegla grósku ólíkra greina og fjármagnið dreifðist á marga staði. Verkefni styrkþega fjalla meðal annars um grænar áherslur og sjálfbærni, samfélagsleg verkefni sem lúta að auknu samstarfi og nýjum áherslum, rannsóknir og verkefni sem snúast um aukna framleiðslu á Íslandi, nýtingu auðlinda og viðskiptalegar áherslur. „Hönnuðir og arkitektar brugðust fljótt og vel við snörpu umsóknarferli fyrir aukaúthlutunina, sem staðfestir hve þörfin fyrir öflugan Hönnunarsjóð er mikil,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð. Árangurshlutfall umsækjenda er 18 prósent en sjóðnum hefur ekki borist slíkur fjöldi umsókna frá stofnun hans 2013. Húsnæðissamfélag á Íslandi – tilraunaverkefni hlaut 2.000.000 kr.Aðsend mynd „Það vakti mikla ánægju stjórnar sjóðsins, hversu margar umsóknir bárust og af hve miklum gæðum þær voru, þrátt fyrir að umsækjendur hefðu einungis haft skamman frest til að leggja þær fram vegna þessarar aukaúthlutunar. Verkefnin sem hljóta styrki snerta mjög breitt svið og við erum sannfærð um að á næstu mánuðum munum við sjá mörg áhugaverð verkefni taka á sig mynd. Sjóðstjórn fagnar því að ákveðið hafi verið að auka framlag til Hönnunarsjóðs um 50 milljónir, en með því eru veittar samtals 100 milljónir króna til styrktar verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs þetta árið. Bindur stjórnin vonir við að fjármagnið hafi jákvæð áhrif á þá erfiðu stöðu sem við erum öll að upplifa,“ segir Birna Bragadóttir formaður stjórnar Hönnunarsjóðs. Hæsta einstaka styrkinn, 2.500.000 kr., hlaut að þessu sinni verkefnið Grænspor í átt að sjálfbærari byggingariðnaði en markmið verkefnisins er að hanna og þróa gagnagrunn, hugbúnaðarlausn og þjónustugrunn fyrir grænni byggingariðnað.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ræðu ráðherra í tilefni af úthlutun og styrkþega veita styrknum viðtöku. Leikstjórn Einar Egils og kvikmyndataka Anton Smári. Aukaúthlutun í Hönnunarsjóð 2020 from Iceland Design Centre on Vimeo. Verkefnastyrkir aukaúthlutunar Grænspor í átt að sjálfbærari byggingariðnaði hlaut 2.500.000 kr. Með verkefninu er ætlunin að hanna og þróa gagnagrunn, hugbúnaðarlausn og þjónustugrunn fyrir grænni byggingariðnað. Markmiðið er að gagnagrunnurinn auðveldi aðilum mannvirkjageirans að hanna og byggja umhverfisvænni byggingar hér á landi. Styrkþegar eru Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Svala Jónsdóttir og Berglind Ómarsdóttir. PRENT, sameinum hönnuði hlaut 2.000.000 kr. Verkefnið PRENT snýst um uppbyggingu fullbúins silkiprent stúdíós fyrir hönnuði þar sem einnig verður boðið upp á aðstöðu fyrir hönnuði til að selja vörur sínar. Stúdíóið mun sameina ólíka hópa, hvort sem um ræða hönnuði sem vilja prenta veggspjöld, eða þá sem vilja prenta á ýmis konar varning sem þeir hanna og framleiða. Styrkþegi er Ragnar Visage. AS WE GROW og lífheimurinn hlaut 2.000.000 kr. As We Grow mun hanna nýja fullorðinslínu, þar sem stærra skref verður stigið í afstöðu og skilaboðum en finna má í áherslu á sjálfbærni undanfarin ár. Línan mun um leið hvetja til endurhugsunar í heimi þar sem tvíhyggja hefur verið ríkjandi. Aukið vægi á fatalínu fyrir fullorðna mun skapa sterkari rekstrargrunn fyrir fyrirtækið. Florest – stafrænt prentaðir blómapottar hlaut 2.000.000 kr. &AM vinnur brútalíska blómapotta í yfirstærð úr þrívíddarprentuðu keramiki. Byggður verður þrívíddarprentari sem ekki er til á Íslandi og ferlið verður skrásett og gefið út (open source). Afrakstur verkefnis verður sýndur á HönnunarMars 2021 í gróðurhúsi elliheimilis í miðborginni. Styrkþegar eru Þórey Björk Halldórsdóttir og Baldur Björnsson. Húsnæðissamfélag á Íslandi – tilraunaverkefni hlaut 2.000.000 kr. Markmið verkefnisins er að kynna húsnæðissamfélög (e. cohousing) sem valkost fyrir húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Stofnuð verða regnhlífasamtök til að vinna að þessu markmiði og halda utan um verkefnið. Samtökin munu einnig vinna að stofnun fyrsta húsnæðis samfélagsins á Íslandi. Styrkþegar eru Simon Joscha Flender, Embla Vigfúsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Jesper Pedersen. Upprennandi: sumarvinnustofur hönnuða hlaut 1.500.000 kr. Markmið verkefnisins er að nýta verslunarhúsnæði við Laugaveg 51 sem stendur autt undir menningarstarfsemi í sumar. Nýútskrifaðir nemendur í hönnun frá Listaháskóla Íslands munu starfa í rýminu sem verður opið gestum og gangandi fólki sem getur kynnt sér vinnu hönnuða með því að koma í heimsókn hvenær sem er. Styrkþegi er Linda Björg Árnadóttir. Knowing the Ropes – final phase hlaut 1.500.000 kr. Knowing the Ropes er samtal Brynhildar Pálsdóttur, Þuríðar Sigurþórsdóttur og Theresu Himmer um reipið í menningarlegu og samfélagslegu samhengi. Rót þess liggur um tvær norrænar kaðlaverksmiðjur, Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik sem hafa starfað frá fyrri hluta 20. Aldar. Góð Lóð hlaut 1.500.000 kr. Verkefnið Góð Lóð, fjallar um að búa til leiðbeiningarrit/ hugmyndabanka þar sem sýndar eru með myndrænum hætti leiðir til matvælaræktunar á t.d fjölbýlishúsalóðum, með áherslu á hönnun svæðanna. Í verkefninu felst einnig vöruþróun einfaldra lausna til uppsetningar á ræktunarsvæða á lóðum. Styrkþegi er Dagný Bjarnadóttir. Tölum um keramik hlaut 1.000.000 kr. Bókverk um samtímakeramik þar sem allir helstu leirlistamenn og hönnuðir á Íslandi eru heimsóttir og horft er til gróskunnar í faginu. Sagan, þróun síðustu ára og áhrifavaldar eru skoðaðir sérstaklega. Mikið verður lagt í útliti bókarinnar hún prýdd mörgum myndum og textaskrif verða í höndum rithöfunda. Styrkþegar eru Ragnheiður Ingunn Ágústsóttir, Guðný Hafsteinsdóttir og Kolbrún Sigurðardóttir. Sneiðing, víddir og sólargangur hlaut 1.000.000 kr. Bókverk um Gunnar Hansson arkitekt (1925 – 1989), þar sem fjallað verður um valin verk frá tæplega 40 ára ferli og áhrif þeirra á manngert umhverfi samtímans. Ritstjóri bókverksins er Pétur H. Ármannsson arkitekt, í samvinnu við fjölskyldu Gunnars. Styrkþegar eru Hildigunnur Gunnarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir og Pétur H. Ármannsson. Húsnæðiskostur og hýbýlauður hlaut 1.000.000 kr. Útgáfa bókar um þverfaglegar rannsóknir á sviði húsnæðis frá sjónarhóli arkitektúrs og hönnunar. Í bókinni er þróun húsakosts á Íslandi spegluð í alþjóðlegu samhengi hugmynda-, félags- og fagurfræði sem og hagrænna þátta. Markmiðið er að brýna rödd hönnunar og arkitektúrs í húsnæðismálum. Styrkþegi er Úrbanistan. Svörður – staðbundin hráefni hlaut 1.000.000 kr. Þróun keramíska glerunga úr staðbundnum jarðefnum, sem endurspegla náttúruna á Vesturlandi og hönnun keramikhluta sem nýta glerungana í fullbúna hönnunarvöru. Markmiðið er að til verði lína hversdagshluta sem tjái á látlausan hátt náttúruna sem efnið er sprottið úr. Styrkþegi er Nónklettur. Bitar og Bubbar hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið felst í vöruþróun á einstökum hljóðleikföngum sem nefnist Bitar og Bubbar. Það eru leikföng/ hljóðfæri búin til úr við og filt efni. Bitar og Bubbar eru grípandi í leikglöðum búning, þar sem hver karakter nýtur sín með sinn sérstæða hljóm. Styrkþegi er Ninna Margrét Þórarinsdóttir. Grafískar konur hlaut 1.000.000 kr. Falleg og fróðleg bók sem rekur sögu og sýnir verk þeirra kvenna sem þykja hafa brotið blað í grafískri hönnun og auglýsingateiknun á Íslandi. Eiguleg bók sem bæði verður áhugavert að lesa og gaman að skoða. Bókin mun veita áhugasömum innsýn inn í verk og líf þeirra grafísku kvenna sem rutt hafa brautina. Styrkþegar eru Tinna Pétursdóttir, Guðrún Ansnes, Ragnheiður Sigurðardóttir, Grapíka Íslandica, Fít. ANITA HIRLEKAR hlaut 1.000.000 kr. Íslensk framleiðsla fatahönnuðarins Anítu Hirlekar á fatalínu fyrir árið 2021 þar sem lögð verður áhersla á verðmætasköpun. Kynningarefnið verður afrakstur þess skapandi ferlis og varpar ljósi á mikilvægi sjálfbærrar fatahönnunar sem fram fer á Íslandi. Catch of the day: Limited Covid-19 edition hlaut 800.000 kr. Catch of the day: Limited Covid-19 edition felur í sér framleiðslu handspritts úr matarafgöngum. Verkefnið byggir á hugmyndafræði Catch of the day þar sem aflögu ávextir frá matvæla innflytjendum voru nýttir til framleiðslu vodka, en sami tækjakostur og hugmyndafræði verður nýtt til framleiðslu handsprittsins. Styrkþegi er Björn Steinar Blumenstein. Skapandi fólk, hlaðvarp um fólk í skapandi greinum hlaut 750.000 kr. Verkefnið kannar heim skapandi greina með skemmtilegum og fræðandi hlaðvarpsþáttum með viðtölum við hönnuði og skapandi fólk. Þættirnir varpa ljósi á þá skapandi flóru sem landið hefur upp á að bjóða og býr í leiðinni til menningarverðmæti sem fanga tíðarandann í hljóði og myndum. Styrkþegar eru Helga Kjerúlf, Ólöf Rut Stefánsdóttir og Sigríður Ásgeirsdóttir. Það sem leynist bak við skugga 4. víddarinnar hlaut 650.000 kr. Það sem leynist bak við skugga fjórðu víddarinnar er tilraun til að taka mynsturgerð skrefinu lengra. Handþrykkt mynstrin, sem byggja á hleðslu og sjónhverfingum, munu auðga íslenska götutísku í formi fatalínu sem hægt verður að setja saman með margvíslegum hætti. Styrkþegi er Drífa Thoroddsen. Nýlundabúðin hlaut 600.000 kr. Teikniþjónustan Jafnóðum setur á fót pop-up-Nýlundabúð í Hafnarhólma, Borgarfirði eystri, sem tilraun til þess að endurheimta lundann og frelsa hann frá hinni vafasömu ímynd lundabúðanna. Nýlundabúðin verður í senn sýning, minjagripaverslun og opin vinnustofa. Hvernig lítur túristabúð út án túristanna? Styrkþegar eru Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring. The Fan Chair hlaut 500.000 kr. The Fan Chair’ línan gefur gömlum stúkusætum frá KR vellinum nýtt líf. Styrkþegi er Tobia Zambotti. Norm hlaut 500.000 kr. Barnabók um Norm, lítinn, pattarlegan breskan bókaorm. Foreldrar hans fara til Íslands til að festa kaup á afar sjaldgæfri galdrabók. En þau hverfa. Þrem árum síðar fær Norm símtal frá fornbókabúð á Íslandi og leggur land undir fót. En eigandi fornbókabúðarinnar hefur ýmislegt vafasamt í pokahorninu. Styrkþegi er Blær Guðmundsdóttir. Þriðji maðurinn, Einar Erlendsson húsameistari og verk hans hlaut 500.000 kr. Þrír ungir menn mótuðu íslenska húsagerð á 20. öld. Fyrst Rögnvaldur Ólafsson, svo Guðjón Samúelsson, en þriðji maðurinn var Einar Erlendsson. Hann var aðstoðarmaður beggja og tók við embættum þeirra þegar þeir féllu frá. Saga hans hefur ekki verið sögð og sagan er ekki fullsögð nema hans sé getið. Styrkþegi er Björn Georg Björnsson. Teiknarinn & málarinn, Tryggvi Magnússon hlaut 500.000 kr. Ævisaga um listamanninn Tryggva Magnússon 1900-1960. Tryggva átti stóran þátt í því að gera sjálfstæðisbaráttu Íslendinga myndræna. Hann var helsti hönnuður Alþingishátíðar 1930. Tryggvi teiknaði skjaldarmerki Íslands og var fyrsti atvinnuteiknarinn og brautryðjandi í auglýsingateiknun á Íslandi. Styrkþegar eru Andrés Úlfur Helguson og Sigurður Oddsson Leturarfur Íslendinga hlaut 500.000 kr. Verkefnið snýst um að byggja upp leturbanka byggðann á letursögu Íslendinga. Höfðaletur, Munkaletur, Galdraletur og Fléttuletur. Heildarpakkinn inniheldur bæði nútímalegar útfærslur af eldri letrum og ný letur byggð á sama grunni. Verkefnið er hluti af framþróun á sviði íslenskrar leturhönnunar. Styrkþegi er Björn Loki Björnsson. Skrúðgarður – Soft spot hlaut 500.000 kr. Sýningin Skrúðgarður verður sett upp á Listasafni Akureyrar. Ljóðrænt samspil plöntuheita og litasinfóníu verður dregið fram í flostextíl með draumkenndri myndbyggingu þar sem áferð og hrynjandi teikna upplifun listamannsins af skrúðgarði og endurvarpa henni til áhorfanda sýningarinnar. Styrkþegi er Lily Adamsdóttir. Upplausn, bókverk hlaut 500.000 kr. Verkið er unnið út frá myndeiningum úr þekktri ljósmynd af himingeiminum. Líkt og vísindamenn höfðu beint myndavélinni á autt svæði á milli stjarnanna, beinir listamaðurinn lesandanum í gegnum sjálfa myndina á milli pixlana, og inn í æsispennandi stafrænan dans um óravíddir hins óhlutbunda. Styrkþegar eru Hrafnkell Sigurðsson og Ámundi Sigurðsson. Hortus Praxis vörulína hlaut 500.000 kr. Verkefnið er að þróa og framleiða tvo hluti sem voru hannaðir sem einstakir hlutir fyrir sýninguna Hortus Praxis, annars vegar hilla fyrir verðmætar eigur og hins vegar töfrandi kanna til að vökva plöntur innanhúss. Styrkþegi er Thomas Pausz. Þóunar- og rannsóknarstyrkir Fræ til stærri afreka hlaut 2.000.000 kr. Tugþúsundir þátttökuverðlauna eru gefin á hverju ári í tengslum við íþróttaviðburði. Verkefnið er að hanna verðlaun úr lífrænum efnivið með fræjum í og þegar dáðst hefur verið nógu lengi að afrekinu, má grafa verðlaunin í jörðu þar sem þau brotna niður og upp vex falleg planta. Styrkþegi er Emilía Borgþórsdóttir. Framleiðsla fatnaðar Bið að heilsa nið´r í Slipp á Íslandi hlaut 1.500.000 kr. Oft er þörf en nú er nauðsyn að breyta framleiðsluháttum og endurhugsa aðferðir. Á Íslandi eigum við fullkomna ull sem heldur vel hita, jafnt þurr sem blaut og möguleika á að framleiða vörur frá A-Ö. BAHNS færir nú framleiðslu sína að miklu leyti til Íslands og íslenskar heimasíðuna líka. Styrkþegi er Helicopter. Fjallaskáli Framtíðarinnar hlaut 1.500.000 kr. Uppbygging við vinsæla ferðamannastaði hefur verið áberandi samhliða auknum straum ferðamanna til Íslands. Lítil áhersla hefur þó verið lögð á afskekktari slóðir. Verkefnið felst í því að þróa og fjölga fjallaskálum fyrir innlent og erlent göngufólk, í jafnvægi við náttúru landsins. Styrkþegi er KRADS. Suðurlandstvíæringur hlaut 1.250.000 kr. Þróun og undirbúningur þverfaglegs viðburðar, haldin haust hvert, í uppsveitum Suðurlands við hálendisbrúnina þar sem menning og náttúra togast á. Tvíæringur arkitektúrs og hönnunar á oddaári og myndlistar á sléttu ári. Áhersla á aðkomu heimamanna, menntastofnana og fræðasamfélags. Styrkþegi er Borghildur Indridadóttir, Margrét Grétarsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Sigrún Birgisdóttir. Splæs hlaut 1.000.000 kr. Hönnun og sirkuslist er splæst saman í leit að nýjum víddum í hönnun á íslenskum sirkusáhöldum. Með leikgleði að vopni leiða Þórunn Árnadóttir hönnuður og sirkuslistateymið Glundroði saman hesta sína undir listrænni stjórn Körnu Sigurðardóttur svo úr verður litskrúðugt, iðandi haf kaðla og kögra. Styrkþegar eru Karna Sigurðardóttir, Þórunn Árnadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Naomi Bratthammer, Onni Hämäläinen. Nýjungar í íslenskri textíllitun, þróun á vistvænum aðferðum hlaut 1.000.000 kr. Þróun á vistvænum aðferðum til að lita textíl með íslenskum náttúrulegum efnum: jurtum, þangi og matarúrgangi. Kortlagning á litum sem fást úr hráefni á Íslandi. Verkefnið stuðlar að umhverfisvænni framleiðslu á náttúrulega lituðum textíl og fatnaði á Íslandi. Styrkþegi er Sigmundur Páll Freysteinsson. Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt (1925-2001) hlaut 1.000.000 kr. Rannsókn og skráning á verkum Guðmundar Kr. Kristinssonar arkitekts og samstarfsmanna hans í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands og Pétur H. Ármannsson sem mun nýtast til útgáfu og sýningargerðar í náinni framtíð. Styrkþegi er Grétar Örn Guðmundsson. Ný vörulína Ker hlaut 1.000.000 kr. Guðbjörg Káradóttir, keramikhönnuður hjá Ker, þróar matarstell unnið úr postulíni og eldfjallaösku af hálendi Íslands. Verkefnið fellst í að rannsaka hráefnin sem leynast á hálendinu og færa þau í hönnunarvöru með áherslu á gjósku. Eldfjallaaskan er óþrjótandi auðlind sem er vannýtt og sérstök. Sjónarhorn hlaut 1.000.000 kr. Getur stafur orðið stóll? Í verkefninu eru skoðaðir möguleikar þess að nota þætti úr letri sem grunn að skúlpturískum húsgögnum sem breyta um form eftir því frá hvaða sjónarhorni þau eru virt fyrir sér. Styrkþegi er Hanna Dís Whitehead. Íslenskur múrsteinn og leirafurðir í sjálfbærum byggingariðnaði hlaut 1.000.000 kr. Markmið verkefnisins er að þróa íslenskan múrstein úr íslenskum leir. Milljónir tonna af leir er að finna á svæðinu í kringum Búðardal og samhliða þróun múrsteinsins mætti einnig nýta efnið í þróun og framleiðslu þakskífa, gólf- og veggflísa auk annarra sjálfbærra byggingarafurða. Styrkþegi er Sei. Ólafur K. Magnússon – Aldarspegill, hönnun og heimildaljósmyndun hlaut 800.000 kr. Hönnun fyrir útgáfu bókar um Ólaf K. Magnússon, fyrsta atvinnublaðaljósmyndara á Íslandi. Myndir Ólafs tóku mið af því að verða birtar á síðum blaða þar sem umbrot er fastmótað og pláss takmarkað. Hönnun bókarinnar tekur mið af þessu og er órjúfanlegur þáttur í rannsókninni. Styrkþegi er Kjartan Hreinsson. Alrún hlaut 750.000 kr. Galdraiðkun Íslendinga fyrr á öldum hefur að geyma einn elsta sjónræna menningararf þjóðarinnar. Alrún er fyrsta fullbúna alfræðiritið um íslenska galdra og galdraletur og mun varpa ljósi á lítt þekkta og skyggða afkima íslenskar sjónmenningar. Styrkþegi er Arnar Fells Gunnarsson. List í náttúru hlaut 750.000 kr. Markmið „List í náttúru“ er að þróa hugmynd að uppsetningu málverka íslenskra listamanna í náttúrunni og til lengri tíma ímynda sér „Lista hringveg“ um landið. Listin fær nýjan stað í náttúrunni fjarri listasöfnum - í nýju umhverfi sem gerir kleift að upplifa náttúruna og listina á nýjan hátt. Styrkþegi er Karl Kvaran. Dagsbirta í skipulagi og byggðu umhverfi hlaut 750.000 kr. Rannsóknir á nýtingu dagsbirtu í skipulagi og byggðu umhverfi á Íslandi og gerð kennsluefnis um viðfangsefnið til notkunar í háskólanámi á sviði arkitektúrs, skipulags- og byggingafræða. Efnið verður einnig vel fallið til kennslu á endurmenntunarstigi og fyrir alla þá sem áhuga hafa á málefninu. Styrkþegi er Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Ásta Logadóttir og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir. Brauðmót hlaut 500.000 kr. Verkefnið snýr fyrst og fremst að nýjum leiðum í mótagerð. Þar sem brauð er rannsakað sem mögulegur staðgengill gifs. Skorpa brauðsins verður þannig að móti sem hellt er í bæði steinleirssteypu- og postulínsmassa. Markmiðið er að þróa framleiðsluaðferð sem gefur nýja möguleika í formi og áferð. Styrkþegi er Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Eyðimerkurganga, græðum hlaut 500.000 kr. Verkefnið felur í sér þróun á sáningarstaf og fræpung, eingöngu unnið úr melgresi. Tólin ásamt melfræjum slást í för upp á hálendi Íslands. Þannig verður melgresið sett í samhengi við athöfnina að sá svo almenningur öðlist skilning á eiginleikum melgresis til landgræðslu og efnis- og matvælagerðar. Styrkþegi er Signý Jónsdóttir. Jarðkynhneigð á Íslandi hlaut 330.000 kr. Náttúrurómantík og kynferðisleg tenging Íslendinga við náttúru skoðuð með tilliti til nornamenningar, þjóðsagna, bókmennta, myndlistar og hönnunar. Frá álfum til jarðbaða og fjallgangna hefur nautn og ástúð á jörðinni verið partur af ímynd landsins. Rannsókninni er miðlað jafnóðum í gegnum hlaðvarp. Styrkþegi er Sylvía Dröfn Jónsdóttir og Agnes Ársælsdóttir. Glitský-stafrænt listgallerí hlaut 250.000 kr. Glitský er stafrænn vettvangur sem nýtist til rannsóknar á áhrifum vefgallerís, viðhorfs og hvernig fólk myndi vilja nýta sér vettvanginn í samstarfi við dvalarheimili. Með listsköpun og galleríi sem þessu má örva heilaboð og stuðla að betri skynörvun, tjáningu, minni og færni heilabilaðra. Styrkþegi er Guðný Sara Birgisdóttir og Lisa Geyersbach. Markaðs- og kynningarstyrkir SMIÐS-BÚÐIN hlaut 1.000.000 kr. Smiðsbúðin vinnur að hönnun nýrra skartgripa þar sem eingöngu er notað upprunavottað hráefni, Fair Trade. Verkefnið felst í fullvinnslu hugmynda, kynningu á sérstöðu skartgripanna og markaðssetningu. Hugmyndafræði Fair Trade mun þar endurspeglast í formi hönnunar og framsetningu skartgripanna. Styrkþegi er Helga Ósk Einarsdóttir. MINISOPHY/SMÁSPEKI í Ásmundarsal ágúst 2020 hlaut 500.000 kr. MINISOPHY/SMÁSPEKI er núvitundarheimspeki í smáformi. Í ágúst 2020 verður sýningin Smáspeki í Ásmundarsal, þar sem myndmál og textar koma saman í prentaðri innsetningu í rými og í smáspekiviðburðum með þátttöku almennings gegnum netið. Styrkþegi er Katrín Ólína Pétursdóttir og Sigríður Þorgerisdóttir. Netverslun og markaðsaðstoð fyrir Kaolin hlaut 500.000 kr. Listamannafélagið Kaolin er félag keramikhönnuða sem selur verk félaga með því að reka í sameiningu galleríið Kaolin. Vegna verulegs samdráttar í rekstri við brotthvarf ferðamanna er tímabært að fara í veglegt markaðsátak og hanna vefverslun fyrir viðskiptavini bæði innanlands og erlendis. Vefverslun – Kirsuberjatréð hlaut 500.000 kr. Til að bregðast við breyttu landslagi í verslun ætlar Kirsuberjatréð að opna vefverslun. Netverslun verður sífellt algengari verslunarmáti meðal almennings og teljum við þetta okkar sóknarfæri. Kirsuberjatréð glímir nú samtímis við minnkandi verslun ferðamanna og Íslendinga út af Covid-veirunni Tíska og hönnun HönnunarMars Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Metfjöldi í umsóknum í Hönnunarsjóð í ár og kraumandi sköpunarkraftur Óskað var eftir styrkjum fyrir 237 milljónir úr Hönnunarsjóð í ár en sjóðurinn mun veita 20 milljónir. 20. apríl 2020 09:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. 49 verkefni hlutu styrk að þessi sinni en alls bárust 276 umsóknir um styrki þar sem sótt var um 520 milljónir. Sjálfbær byggingariðnaður, íslensk framleiðsla, handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun í íþróttum eru á meðal þeirra verkefna sem hljóta styrki en hæsti einstaki styrkurinn var 2.500.000. Lista yfir alla styrkþega má finna hér neðar í fréttinni. „Ég fagna þeirri áherslu á nýsköpun og skapandi lausnir sem er einkennismerki þessarar úthlutunar úr Hönnunarsjóði. Nú gildir að leita nýrra lausna við þeim áskorunum sem blasa við,“ segirÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar og nýsköpunar. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. Erfið staða fyrir hönnuði 100 hönnuðir og arkitektar standa á bak við þessi 49 fjölbreyttu verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni og fjármagnið snertir með beinum eða óbeinum hætti um 300 manns. Verkefnin endurspegla grósku ólíkra greina og fjármagnið dreifðist á marga staði. Verkefni styrkþega fjalla meðal annars um grænar áherslur og sjálfbærni, samfélagsleg verkefni sem lúta að auknu samstarfi og nýjum áherslum, rannsóknir og verkefni sem snúast um aukna framleiðslu á Íslandi, nýtingu auðlinda og viðskiptalegar áherslur. „Hönnuðir og arkitektar brugðust fljótt og vel við snörpu umsóknarferli fyrir aukaúthlutunina, sem staðfestir hve þörfin fyrir öflugan Hönnunarsjóð er mikil,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð. Árangurshlutfall umsækjenda er 18 prósent en sjóðnum hefur ekki borist slíkur fjöldi umsókna frá stofnun hans 2013. Húsnæðissamfélag á Íslandi – tilraunaverkefni hlaut 2.000.000 kr.Aðsend mynd „Það vakti mikla ánægju stjórnar sjóðsins, hversu margar umsóknir bárust og af hve miklum gæðum þær voru, þrátt fyrir að umsækjendur hefðu einungis haft skamman frest til að leggja þær fram vegna þessarar aukaúthlutunar. Verkefnin sem hljóta styrki snerta mjög breitt svið og við erum sannfærð um að á næstu mánuðum munum við sjá mörg áhugaverð verkefni taka á sig mynd. Sjóðstjórn fagnar því að ákveðið hafi verið að auka framlag til Hönnunarsjóðs um 50 milljónir, en með því eru veittar samtals 100 milljónir króna til styrktar verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs þetta árið. Bindur stjórnin vonir við að fjármagnið hafi jákvæð áhrif á þá erfiðu stöðu sem við erum öll að upplifa,“ segir Birna Bragadóttir formaður stjórnar Hönnunarsjóðs. Hæsta einstaka styrkinn, 2.500.000 kr., hlaut að þessu sinni verkefnið Grænspor í átt að sjálfbærari byggingariðnaði en markmið verkefnisins er að hanna og þróa gagnagrunn, hugbúnaðarlausn og þjónustugrunn fyrir grænni byggingariðnað.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ræðu ráðherra í tilefni af úthlutun og styrkþega veita styrknum viðtöku. Leikstjórn Einar Egils og kvikmyndataka Anton Smári. Aukaúthlutun í Hönnunarsjóð 2020 from Iceland Design Centre on Vimeo. Verkefnastyrkir aukaúthlutunar Grænspor í átt að sjálfbærari byggingariðnaði hlaut 2.500.000 kr. Með verkefninu er ætlunin að hanna og þróa gagnagrunn, hugbúnaðarlausn og þjónustugrunn fyrir grænni byggingariðnað. Markmiðið er að gagnagrunnurinn auðveldi aðilum mannvirkjageirans að hanna og byggja umhverfisvænni byggingar hér á landi. Styrkþegar eru Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Svala Jónsdóttir og Berglind Ómarsdóttir. PRENT, sameinum hönnuði hlaut 2.000.000 kr. Verkefnið PRENT snýst um uppbyggingu fullbúins silkiprent stúdíós fyrir hönnuði þar sem einnig verður boðið upp á aðstöðu fyrir hönnuði til að selja vörur sínar. Stúdíóið mun sameina ólíka hópa, hvort sem um ræða hönnuði sem vilja prenta veggspjöld, eða þá sem vilja prenta á ýmis konar varning sem þeir hanna og framleiða. Styrkþegi er Ragnar Visage. AS WE GROW og lífheimurinn hlaut 2.000.000 kr. As We Grow mun hanna nýja fullorðinslínu, þar sem stærra skref verður stigið í afstöðu og skilaboðum en finna má í áherslu á sjálfbærni undanfarin ár. Línan mun um leið hvetja til endurhugsunar í heimi þar sem tvíhyggja hefur verið ríkjandi. Aukið vægi á fatalínu fyrir fullorðna mun skapa sterkari rekstrargrunn fyrir fyrirtækið. Florest – stafrænt prentaðir blómapottar hlaut 2.000.000 kr. &AM vinnur brútalíska blómapotta í yfirstærð úr þrívíddarprentuðu keramiki. Byggður verður þrívíddarprentari sem ekki er til á Íslandi og ferlið verður skrásett og gefið út (open source). Afrakstur verkefnis verður sýndur á HönnunarMars 2021 í gróðurhúsi elliheimilis í miðborginni. Styrkþegar eru Þórey Björk Halldórsdóttir og Baldur Björnsson. Húsnæðissamfélag á Íslandi – tilraunaverkefni hlaut 2.000.000 kr. Markmið verkefnisins er að kynna húsnæðissamfélög (e. cohousing) sem valkost fyrir húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Stofnuð verða regnhlífasamtök til að vinna að þessu markmiði og halda utan um verkefnið. Samtökin munu einnig vinna að stofnun fyrsta húsnæðis samfélagsins á Íslandi. Styrkþegar eru Simon Joscha Flender, Embla Vigfúsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Jesper Pedersen. Upprennandi: sumarvinnustofur hönnuða hlaut 1.500.000 kr. Markmið verkefnisins er að nýta verslunarhúsnæði við Laugaveg 51 sem stendur autt undir menningarstarfsemi í sumar. Nýútskrifaðir nemendur í hönnun frá Listaháskóla Íslands munu starfa í rýminu sem verður opið gestum og gangandi fólki sem getur kynnt sér vinnu hönnuða með því að koma í heimsókn hvenær sem er. Styrkþegi er Linda Björg Árnadóttir. Knowing the Ropes – final phase hlaut 1.500.000 kr. Knowing the Ropes er samtal Brynhildar Pálsdóttur, Þuríðar Sigurþórsdóttur og Theresu Himmer um reipið í menningarlegu og samfélagslegu samhengi. Rót þess liggur um tvær norrænar kaðlaverksmiðjur, Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik sem hafa starfað frá fyrri hluta 20. Aldar. Góð Lóð hlaut 1.500.000 kr. Verkefnið Góð Lóð, fjallar um að búa til leiðbeiningarrit/ hugmyndabanka þar sem sýndar eru með myndrænum hætti leiðir til matvælaræktunar á t.d fjölbýlishúsalóðum, með áherslu á hönnun svæðanna. Í verkefninu felst einnig vöruþróun einfaldra lausna til uppsetningar á ræktunarsvæða á lóðum. Styrkþegi er Dagný Bjarnadóttir. Tölum um keramik hlaut 1.000.000 kr. Bókverk um samtímakeramik þar sem allir helstu leirlistamenn og hönnuðir á Íslandi eru heimsóttir og horft er til gróskunnar í faginu. Sagan, þróun síðustu ára og áhrifavaldar eru skoðaðir sérstaklega. Mikið verður lagt í útliti bókarinnar hún prýdd mörgum myndum og textaskrif verða í höndum rithöfunda. Styrkþegar eru Ragnheiður Ingunn Ágústsóttir, Guðný Hafsteinsdóttir og Kolbrún Sigurðardóttir. Sneiðing, víddir og sólargangur hlaut 1.000.000 kr. Bókverk um Gunnar Hansson arkitekt (1925 – 1989), þar sem fjallað verður um valin verk frá tæplega 40 ára ferli og áhrif þeirra á manngert umhverfi samtímans. Ritstjóri bókverksins er Pétur H. Ármannsson arkitekt, í samvinnu við fjölskyldu Gunnars. Styrkþegar eru Hildigunnur Gunnarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir og Pétur H. Ármannsson. Húsnæðiskostur og hýbýlauður hlaut 1.000.000 kr. Útgáfa bókar um þverfaglegar rannsóknir á sviði húsnæðis frá sjónarhóli arkitektúrs og hönnunar. Í bókinni er þróun húsakosts á Íslandi spegluð í alþjóðlegu samhengi hugmynda-, félags- og fagurfræði sem og hagrænna þátta. Markmiðið er að brýna rödd hönnunar og arkitektúrs í húsnæðismálum. Styrkþegi er Úrbanistan. Svörður – staðbundin hráefni hlaut 1.000.000 kr. Þróun keramíska glerunga úr staðbundnum jarðefnum, sem endurspegla náttúruna á Vesturlandi og hönnun keramikhluta sem nýta glerungana í fullbúna hönnunarvöru. Markmiðið er að til verði lína hversdagshluta sem tjái á látlausan hátt náttúruna sem efnið er sprottið úr. Styrkþegi er Nónklettur. Bitar og Bubbar hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið felst í vöruþróun á einstökum hljóðleikföngum sem nefnist Bitar og Bubbar. Það eru leikföng/ hljóðfæri búin til úr við og filt efni. Bitar og Bubbar eru grípandi í leikglöðum búning, þar sem hver karakter nýtur sín með sinn sérstæða hljóm. Styrkþegi er Ninna Margrét Þórarinsdóttir. Grafískar konur hlaut 1.000.000 kr. Falleg og fróðleg bók sem rekur sögu og sýnir verk þeirra kvenna sem þykja hafa brotið blað í grafískri hönnun og auglýsingateiknun á Íslandi. Eiguleg bók sem bæði verður áhugavert að lesa og gaman að skoða. Bókin mun veita áhugasömum innsýn inn í verk og líf þeirra grafísku kvenna sem rutt hafa brautina. Styrkþegar eru Tinna Pétursdóttir, Guðrún Ansnes, Ragnheiður Sigurðardóttir, Grapíka Íslandica, Fít. ANITA HIRLEKAR hlaut 1.000.000 kr. Íslensk framleiðsla fatahönnuðarins Anítu Hirlekar á fatalínu fyrir árið 2021 þar sem lögð verður áhersla á verðmætasköpun. Kynningarefnið verður afrakstur þess skapandi ferlis og varpar ljósi á mikilvægi sjálfbærrar fatahönnunar sem fram fer á Íslandi. Catch of the day: Limited Covid-19 edition hlaut 800.000 kr. Catch of the day: Limited Covid-19 edition felur í sér framleiðslu handspritts úr matarafgöngum. Verkefnið byggir á hugmyndafræði Catch of the day þar sem aflögu ávextir frá matvæla innflytjendum voru nýttir til framleiðslu vodka, en sami tækjakostur og hugmyndafræði verður nýtt til framleiðslu handsprittsins. Styrkþegi er Björn Steinar Blumenstein. Skapandi fólk, hlaðvarp um fólk í skapandi greinum hlaut 750.000 kr. Verkefnið kannar heim skapandi greina með skemmtilegum og fræðandi hlaðvarpsþáttum með viðtölum við hönnuði og skapandi fólk. Þættirnir varpa ljósi á þá skapandi flóru sem landið hefur upp á að bjóða og býr í leiðinni til menningarverðmæti sem fanga tíðarandann í hljóði og myndum. Styrkþegar eru Helga Kjerúlf, Ólöf Rut Stefánsdóttir og Sigríður Ásgeirsdóttir. Það sem leynist bak við skugga 4. víddarinnar hlaut 650.000 kr. Það sem leynist bak við skugga fjórðu víddarinnar er tilraun til að taka mynsturgerð skrefinu lengra. Handþrykkt mynstrin, sem byggja á hleðslu og sjónhverfingum, munu auðga íslenska götutísku í formi fatalínu sem hægt verður að setja saman með margvíslegum hætti. Styrkþegi er Drífa Thoroddsen. Nýlundabúðin hlaut 600.000 kr. Teikniþjónustan Jafnóðum setur á fót pop-up-Nýlundabúð í Hafnarhólma, Borgarfirði eystri, sem tilraun til þess að endurheimta lundann og frelsa hann frá hinni vafasömu ímynd lundabúðanna. Nýlundabúðin verður í senn sýning, minjagripaverslun og opin vinnustofa. Hvernig lítur túristabúð út án túristanna? Styrkþegar eru Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring. The Fan Chair hlaut 500.000 kr. The Fan Chair’ línan gefur gömlum stúkusætum frá KR vellinum nýtt líf. Styrkþegi er Tobia Zambotti. Norm hlaut 500.000 kr. Barnabók um Norm, lítinn, pattarlegan breskan bókaorm. Foreldrar hans fara til Íslands til að festa kaup á afar sjaldgæfri galdrabók. En þau hverfa. Þrem árum síðar fær Norm símtal frá fornbókabúð á Íslandi og leggur land undir fót. En eigandi fornbókabúðarinnar hefur ýmislegt vafasamt í pokahorninu. Styrkþegi er Blær Guðmundsdóttir. Þriðji maðurinn, Einar Erlendsson húsameistari og verk hans hlaut 500.000 kr. Þrír ungir menn mótuðu íslenska húsagerð á 20. öld. Fyrst Rögnvaldur Ólafsson, svo Guðjón Samúelsson, en þriðji maðurinn var Einar Erlendsson. Hann var aðstoðarmaður beggja og tók við embættum þeirra þegar þeir féllu frá. Saga hans hefur ekki verið sögð og sagan er ekki fullsögð nema hans sé getið. Styrkþegi er Björn Georg Björnsson. Teiknarinn & málarinn, Tryggvi Magnússon hlaut 500.000 kr. Ævisaga um listamanninn Tryggva Magnússon 1900-1960. Tryggva átti stóran þátt í því að gera sjálfstæðisbaráttu Íslendinga myndræna. Hann var helsti hönnuður Alþingishátíðar 1930. Tryggvi teiknaði skjaldarmerki Íslands og var fyrsti atvinnuteiknarinn og brautryðjandi í auglýsingateiknun á Íslandi. Styrkþegar eru Andrés Úlfur Helguson og Sigurður Oddsson Leturarfur Íslendinga hlaut 500.000 kr. Verkefnið snýst um að byggja upp leturbanka byggðann á letursögu Íslendinga. Höfðaletur, Munkaletur, Galdraletur og Fléttuletur. Heildarpakkinn inniheldur bæði nútímalegar útfærslur af eldri letrum og ný letur byggð á sama grunni. Verkefnið er hluti af framþróun á sviði íslenskrar leturhönnunar. Styrkþegi er Björn Loki Björnsson. Skrúðgarður – Soft spot hlaut 500.000 kr. Sýningin Skrúðgarður verður sett upp á Listasafni Akureyrar. Ljóðrænt samspil plöntuheita og litasinfóníu verður dregið fram í flostextíl með draumkenndri myndbyggingu þar sem áferð og hrynjandi teikna upplifun listamannsins af skrúðgarði og endurvarpa henni til áhorfanda sýningarinnar. Styrkþegi er Lily Adamsdóttir. Upplausn, bókverk hlaut 500.000 kr. Verkið er unnið út frá myndeiningum úr þekktri ljósmynd af himingeiminum. Líkt og vísindamenn höfðu beint myndavélinni á autt svæði á milli stjarnanna, beinir listamaðurinn lesandanum í gegnum sjálfa myndina á milli pixlana, og inn í æsispennandi stafrænan dans um óravíddir hins óhlutbunda. Styrkþegar eru Hrafnkell Sigurðsson og Ámundi Sigurðsson. Hortus Praxis vörulína hlaut 500.000 kr. Verkefnið er að þróa og framleiða tvo hluti sem voru hannaðir sem einstakir hlutir fyrir sýninguna Hortus Praxis, annars vegar hilla fyrir verðmætar eigur og hins vegar töfrandi kanna til að vökva plöntur innanhúss. Styrkþegi er Thomas Pausz. Þóunar- og rannsóknarstyrkir Fræ til stærri afreka hlaut 2.000.000 kr. Tugþúsundir þátttökuverðlauna eru gefin á hverju ári í tengslum við íþróttaviðburði. Verkefnið er að hanna verðlaun úr lífrænum efnivið með fræjum í og þegar dáðst hefur verið nógu lengi að afrekinu, má grafa verðlaunin í jörðu þar sem þau brotna niður og upp vex falleg planta. Styrkþegi er Emilía Borgþórsdóttir. Framleiðsla fatnaðar Bið að heilsa nið´r í Slipp á Íslandi hlaut 1.500.000 kr. Oft er þörf en nú er nauðsyn að breyta framleiðsluháttum og endurhugsa aðferðir. Á Íslandi eigum við fullkomna ull sem heldur vel hita, jafnt þurr sem blaut og möguleika á að framleiða vörur frá A-Ö. BAHNS færir nú framleiðslu sína að miklu leyti til Íslands og íslenskar heimasíðuna líka. Styrkþegi er Helicopter. Fjallaskáli Framtíðarinnar hlaut 1.500.000 kr. Uppbygging við vinsæla ferðamannastaði hefur verið áberandi samhliða auknum straum ferðamanna til Íslands. Lítil áhersla hefur þó verið lögð á afskekktari slóðir. Verkefnið felst í því að þróa og fjölga fjallaskálum fyrir innlent og erlent göngufólk, í jafnvægi við náttúru landsins. Styrkþegi er KRADS. Suðurlandstvíæringur hlaut 1.250.000 kr. Þróun og undirbúningur þverfaglegs viðburðar, haldin haust hvert, í uppsveitum Suðurlands við hálendisbrúnina þar sem menning og náttúra togast á. Tvíæringur arkitektúrs og hönnunar á oddaári og myndlistar á sléttu ári. Áhersla á aðkomu heimamanna, menntastofnana og fræðasamfélags. Styrkþegi er Borghildur Indridadóttir, Margrét Grétarsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Sigrún Birgisdóttir. Splæs hlaut 1.000.000 kr. Hönnun og sirkuslist er splæst saman í leit að nýjum víddum í hönnun á íslenskum sirkusáhöldum. Með leikgleði að vopni leiða Þórunn Árnadóttir hönnuður og sirkuslistateymið Glundroði saman hesta sína undir listrænni stjórn Körnu Sigurðardóttur svo úr verður litskrúðugt, iðandi haf kaðla og kögra. Styrkþegar eru Karna Sigurðardóttir, Þórunn Árnadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Naomi Bratthammer, Onni Hämäläinen. Nýjungar í íslenskri textíllitun, þróun á vistvænum aðferðum hlaut 1.000.000 kr. Þróun á vistvænum aðferðum til að lita textíl með íslenskum náttúrulegum efnum: jurtum, þangi og matarúrgangi. Kortlagning á litum sem fást úr hráefni á Íslandi. Verkefnið stuðlar að umhverfisvænni framleiðslu á náttúrulega lituðum textíl og fatnaði á Íslandi. Styrkþegi er Sigmundur Páll Freysteinsson. Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt (1925-2001) hlaut 1.000.000 kr. Rannsókn og skráning á verkum Guðmundar Kr. Kristinssonar arkitekts og samstarfsmanna hans í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands og Pétur H. Ármannsson sem mun nýtast til útgáfu og sýningargerðar í náinni framtíð. Styrkþegi er Grétar Örn Guðmundsson. Ný vörulína Ker hlaut 1.000.000 kr. Guðbjörg Káradóttir, keramikhönnuður hjá Ker, þróar matarstell unnið úr postulíni og eldfjallaösku af hálendi Íslands. Verkefnið fellst í að rannsaka hráefnin sem leynast á hálendinu og færa þau í hönnunarvöru með áherslu á gjósku. Eldfjallaaskan er óþrjótandi auðlind sem er vannýtt og sérstök. Sjónarhorn hlaut 1.000.000 kr. Getur stafur orðið stóll? Í verkefninu eru skoðaðir möguleikar þess að nota þætti úr letri sem grunn að skúlpturískum húsgögnum sem breyta um form eftir því frá hvaða sjónarhorni þau eru virt fyrir sér. Styrkþegi er Hanna Dís Whitehead. Íslenskur múrsteinn og leirafurðir í sjálfbærum byggingariðnaði hlaut 1.000.000 kr. Markmið verkefnisins er að þróa íslenskan múrstein úr íslenskum leir. Milljónir tonna af leir er að finna á svæðinu í kringum Búðardal og samhliða þróun múrsteinsins mætti einnig nýta efnið í þróun og framleiðslu þakskífa, gólf- og veggflísa auk annarra sjálfbærra byggingarafurða. Styrkþegi er Sei. Ólafur K. Magnússon – Aldarspegill, hönnun og heimildaljósmyndun hlaut 800.000 kr. Hönnun fyrir útgáfu bókar um Ólaf K. Magnússon, fyrsta atvinnublaðaljósmyndara á Íslandi. Myndir Ólafs tóku mið af því að verða birtar á síðum blaða þar sem umbrot er fastmótað og pláss takmarkað. Hönnun bókarinnar tekur mið af þessu og er órjúfanlegur þáttur í rannsókninni. Styrkþegi er Kjartan Hreinsson. Alrún hlaut 750.000 kr. Galdraiðkun Íslendinga fyrr á öldum hefur að geyma einn elsta sjónræna menningararf þjóðarinnar. Alrún er fyrsta fullbúna alfræðiritið um íslenska galdra og galdraletur og mun varpa ljósi á lítt þekkta og skyggða afkima íslenskar sjónmenningar. Styrkþegi er Arnar Fells Gunnarsson. List í náttúru hlaut 750.000 kr. Markmið „List í náttúru“ er að þróa hugmynd að uppsetningu málverka íslenskra listamanna í náttúrunni og til lengri tíma ímynda sér „Lista hringveg“ um landið. Listin fær nýjan stað í náttúrunni fjarri listasöfnum - í nýju umhverfi sem gerir kleift að upplifa náttúruna og listina á nýjan hátt. Styrkþegi er Karl Kvaran. Dagsbirta í skipulagi og byggðu umhverfi hlaut 750.000 kr. Rannsóknir á nýtingu dagsbirtu í skipulagi og byggðu umhverfi á Íslandi og gerð kennsluefnis um viðfangsefnið til notkunar í háskólanámi á sviði arkitektúrs, skipulags- og byggingafræða. Efnið verður einnig vel fallið til kennslu á endurmenntunarstigi og fyrir alla þá sem áhuga hafa á málefninu. Styrkþegi er Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Ásta Logadóttir og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir. Brauðmót hlaut 500.000 kr. Verkefnið snýr fyrst og fremst að nýjum leiðum í mótagerð. Þar sem brauð er rannsakað sem mögulegur staðgengill gifs. Skorpa brauðsins verður þannig að móti sem hellt er í bæði steinleirssteypu- og postulínsmassa. Markmiðið er að þróa framleiðsluaðferð sem gefur nýja möguleika í formi og áferð. Styrkþegi er Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Eyðimerkurganga, græðum hlaut 500.000 kr. Verkefnið felur í sér þróun á sáningarstaf og fræpung, eingöngu unnið úr melgresi. Tólin ásamt melfræjum slást í för upp á hálendi Íslands. Þannig verður melgresið sett í samhengi við athöfnina að sá svo almenningur öðlist skilning á eiginleikum melgresis til landgræðslu og efnis- og matvælagerðar. Styrkþegi er Signý Jónsdóttir. Jarðkynhneigð á Íslandi hlaut 330.000 kr. Náttúrurómantík og kynferðisleg tenging Íslendinga við náttúru skoðuð með tilliti til nornamenningar, þjóðsagna, bókmennta, myndlistar og hönnunar. Frá álfum til jarðbaða og fjallgangna hefur nautn og ástúð á jörðinni verið partur af ímynd landsins. Rannsókninni er miðlað jafnóðum í gegnum hlaðvarp. Styrkþegi er Sylvía Dröfn Jónsdóttir og Agnes Ársælsdóttir. Glitský-stafrænt listgallerí hlaut 250.000 kr. Glitský er stafrænn vettvangur sem nýtist til rannsóknar á áhrifum vefgallerís, viðhorfs og hvernig fólk myndi vilja nýta sér vettvanginn í samstarfi við dvalarheimili. Með listsköpun og galleríi sem þessu má örva heilaboð og stuðla að betri skynörvun, tjáningu, minni og færni heilabilaðra. Styrkþegi er Guðný Sara Birgisdóttir og Lisa Geyersbach. Markaðs- og kynningarstyrkir SMIÐS-BÚÐIN hlaut 1.000.000 kr. Smiðsbúðin vinnur að hönnun nýrra skartgripa þar sem eingöngu er notað upprunavottað hráefni, Fair Trade. Verkefnið felst í fullvinnslu hugmynda, kynningu á sérstöðu skartgripanna og markaðssetningu. Hugmyndafræði Fair Trade mun þar endurspeglast í formi hönnunar og framsetningu skartgripanna. Styrkþegi er Helga Ósk Einarsdóttir. MINISOPHY/SMÁSPEKI í Ásmundarsal ágúst 2020 hlaut 500.000 kr. MINISOPHY/SMÁSPEKI er núvitundarheimspeki í smáformi. Í ágúst 2020 verður sýningin Smáspeki í Ásmundarsal, þar sem myndmál og textar koma saman í prentaðri innsetningu í rými og í smáspekiviðburðum með þátttöku almennings gegnum netið. Styrkþegi er Katrín Ólína Pétursdóttir og Sigríður Þorgerisdóttir. Netverslun og markaðsaðstoð fyrir Kaolin hlaut 500.000 kr. Listamannafélagið Kaolin er félag keramikhönnuða sem selur verk félaga með því að reka í sameiningu galleríið Kaolin. Vegna verulegs samdráttar í rekstri við brotthvarf ferðamanna er tímabært að fara í veglegt markaðsátak og hanna vefverslun fyrir viðskiptavini bæði innanlands og erlendis. Vefverslun – Kirsuberjatréð hlaut 500.000 kr. Til að bregðast við breyttu landslagi í verslun ætlar Kirsuberjatréð að opna vefverslun. Netverslun verður sífellt algengari verslunarmáti meðal almennings og teljum við þetta okkar sóknarfæri. Kirsuberjatréð glímir nú samtímis við minnkandi verslun ferðamanna og Íslendinga út af Covid-veirunni
Tíska og hönnun HönnunarMars Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Metfjöldi í umsóknum í Hönnunarsjóð í ár og kraumandi sköpunarkraftur Óskað var eftir styrkjum fyrir 237 milljónir úr Hönnunarsjóð í ár en sjóðurinn mun veita 20 milljónir. 20. apríl 2020 09:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45
Metfjöldi í umsóknum í Hönnunarsjóð í ár og kraumandi sköpunarkraftur Óskað var eftir styrkjum fyrir 237 milljónir úr Hönnunarsjóð í ár en sjóðurinn mun veita 20 milljónir. 20. apríl 2020 09:30