Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 12:52 Hér má sjá drög að hótelinu en áætlaður kostnaður við byggingu þess eru um 40 milljarðar króna. Yrki arkitektar Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira