Guðmundur Franklín sækir nánast allt sitt fylgi til Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 4. júní 2020 18:40 Sex einstaklingar, fimm karlar og ein kona, hafa hingað til fundið leiðina til Bessastaða. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi sækir bróðurpart fylgis síns til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkin ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Gallup. Hann hefur ekkert fylgi meðal kjósenda þriggja flokka og lítið meðal kvenna. Guðni hefur afgerandi forskot á Guðmund Franklín Jónsson samkvæmt nýrri könnun Gallup.Grafík/HÞ Könnunin var gerð dagana 29. maí til 3. júní og sögðust 90,4 prósent ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson en 9,6 prósent Guðmund Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasala og hótelstjóra. Karlar eru mun líklegri en konur til að kjósa Guðmund Franklín.Grafík/HÞ Töluverður munur er á afstöðu kynjanna því 14 prósent karla myndu kjósa Guðmund Franklín í dag en 86 prósent Guðna. Mikill meirihluti kvenna styður Guðna Th. Jóhannesson til áframhaldandi setu á Bessastöðum.Grafík/HÞ Hins vegar myndu 95 prósent kvenna kjósa Guðna og fimm prósent Guðmund Franklín. Þá er áberandi að hann sækir bróðurpart fylgisins til þeirra sem segjast myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú, eða 55 prósent en fjöríu og fimm prósent þeirra myndu kjós Guðna. Þá myndu 24 prósent þeirra sem ætla að kjósa aðra flokka en nú eru á Alþingi kjósa Guðmund Franklín. Enginn þeirra sem kjósa myndu Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn myndi kjósa Guðmund Franklín í embætti forseta Íslands.Grafík/HÞ Tíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins myndu kjósa hann eins og sjö prósent kjósenda Vinstri grænna og fimm prósent kjósenda Framsóknarflokksins. En allir þeir sem myndu kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn myndu kjósa Guðna forseta. Strax að loknum kvöldfréttum sýnir stöð 2 þáttinn Leiðin til Bessastaða í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Þar minnir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands á að Guðni hafi notið mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar allt kjörtímabilið. Hann hafi skorað mjög hátt í öllum könnunum þar sem spurt hafi verið út í hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf hans. „Þannig að það að ætla að fara í framboð gegn Guðna í þeim tilgangi að vinna hann virkar kannski ekki mjög raunhæft,“ segir Ólafur. Þannig að við eru kannski að fara að horfa upp á að kosningarnar sem fram fara 27. júní fari á svipaðan hátt og þegar Sigrún bauð sig fram gegn Vigdísi? Ólafur Þ. Harðarson telur líklegt að úrslit forsetakosninganna 27. júní verði svipuð og þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988.Stöð 2/Arnar „Það er ekkert ólíklegt og annað sem gæti gerst og gerðist reyndar 1988 að ef það eru tveir í kjöri, segjum vinsæll forseti og flestir telja að hann sé alveg öruggur um sigur; er líklegt að kjörsókn minnki. Hún fór niður um 10 til tuttugu prósent áttatíu og átta og það gæti gerst líka núna,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Leiðin til Bessastaða er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18:55. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kjörstöðum í Reykjavík fjölgar um fjóra Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. 26. maí 2020 10:22 Hundrað og einn búinn að kjósa í forsetakosningunum Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. 25. maí 2020 16:32 Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Guðmundur Franklín Jónsson segir framboð sitt snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. 25. maí 2020 11:10 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi sækir bróðurpart fylgis síns til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkin ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Gallup. Hann hefur ekkert fylgi meðal kjósenda þriggja flokka og lítið meðal kvenna. Guðni hefur afgerandi forskot á Guðmund Franklín Jónsson samkvæmt nýrri könnun Gallup.Grafík/HÞ Könnunin var gerð dagana 29. maí til 3. júní og sögðust 90,4 prósent ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson en 9,6 prósent Guðmund Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasala og hótelstjóra. Karlar eru mun líklegri en konur til að kjósa Guðmund Franklín.Grafík/HÞ Töluverður munur er á afstöðu kynjanna því 14 prósent karla myndu kjósa Guðmund Franklín í dag en 86 prósent Guðna. Mikill meirihluti kvenna styður Guðna Th. Jóhannesson til áframhaldandi setu á Bessastöðum.Grafík/HÞ Hins vegar myndu 95 prósent kvenna kjósa Guðna og fimm prósent Guðmund Franklín. Þá er áberandi að hann sækir bróðurpart fylgisins til þeirra sem segjast myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú, eða 55 prósent en fjöríu og fimm prósent þeirra myndu kjós Guðna. Þá myndu 24 prósent þeirra sem ætla að kjósa aðra flokka en nú eru á Alþingi kjósa Guðmund Franklín. Enginn þeirra sem kjósa myndu Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn myndi kjósa Guðmund Franklín í embætti forseta Íslands.Grafík/HÞ Tíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins myndu kjósa hann eins og sjö prósent kjósenda Vinstri grænna og fimm prósent kjósenda Framsóknarflokksins. En allir þeir sem myndu kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn myndu kjósa Guðna forseta. Strax að loknum kvöldfréttum sýnir stöð 2 þáttinn Leiðin til Bessastaða í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Þar minnir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands á að Guðni hafi notið mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar allt kjörtímabilið. Hann hafi skorað mjög hátt í öllum könnunum þar sem spurt hafi verið út í hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf hans. „Þannig að það að ætla að fara í framboð gegn Guðna í þeim tilgangi að vinna hann virkar kannski ekki mjög raunhæft,“ segir Ólafur. Þannig að við eru kannski að fara að horfa upp á að kosningarnar sem fram fara 27. júní fari á svipaðan hátt og þegar Sigrún bauð sig fram gegn Vigdísi? Ólafur Þ. Harðarson telur líklegt að úrslit forsetakosninganna 27. júní verði svipuð og þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988.Stöð 2/Arnar „Það er ekkert ólíklegt og annað sem gæti gerst og gerðist reyndar 1988 að ef það eru tveir í kjöri, segjum vinsæll forseti og flestir telja að hann sé alveg öruggur um sigur; er líklegt að kjörsókn minnki. Hún fór niður um 10 til tuttugu prósent áttatíu og átta og það gæti gerst líka núna,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Leiðin til Bessastaða er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18:55.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kjörstöðum í Reykjavík fjölgar um fjóra Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. 26. maí 2020 10:22 Hundrað og einn búinn að kjósa í forsetakosningunum Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. 25. maí 2020 16:32 Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Guðmundur Franklín Jónsson segir framboð sitt snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. 25. maí 2020 11:10 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kjörstöðum í Reykjavík fjölgar um fjóra Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. 26. maí 2020 10:22
Hundrað og einn búinn að kjósa í forsetakosningunum Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. 25. maí 2020 16:32
Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Guðmundur Franklín Jónsson segir framboð sitt snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. 25. maí 2020 11:10
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23
Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36