Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 12:04 Útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri eru ósáttir við Tripical. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18