6 dagar í Pepsi Max: Atli Guðna á hælum Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 10:00 Atli Guðnason hefur gefið 82 stoðsendingar og skorað 65 mörk í 274 leikjum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingnum Atla Guðnasyni tókst ekki að gefa stoðsendingu í Pepsi Max deildinni í fyrrasumar en augun voru á Atla sem var farinn að nálgast Guðmund Benediktsson á toppi stoðsendingalistans. Guðmundur Benediktsson gaf 87 stoðsendingar í deildinni á sínum tíma og er áfram fimm stoðsendingum á undan Atla. Atli var búinn að gefa stoðsendingu á þrettán tímabilum í röð fyrir síðasta tímabil en náði ekki að leggja upp mark fyrir félaga sína í FH-liðinu í fyrra. Nú er spurningin hvort að Atli nái að nálgast metið í sumar en eftir samtals tvær stoðsendingar á síðustu tveimur tímabilum er metið hans Gumma Ben ekki í eins mikilli hættu og síðustu sumar. Það má þó ekki afskrifa Atla sem hefur gefið fimm stoðsendingar eða fleiri á níu tímabilum í efstu deild. Guðmundur Benediktsson er búinn að eiga metið í fjórtán ár eða síðan 11. september 2006 þegar hann komst fram úr Haraldi Ingólfssyni. Haraldur vann stoðsendingatitilinn fyrstu sex tímabilin sem stoðsendingar voru teknar saman í efstu deild karla. Guðmundur náði mest 28 stoðsendinga forskoti á listanum en þegar hann gaf sína 87. og síðustu stoðsendingu í deildinni sumarið 2009 var Haraldur Ingólfsson enn í öðru sæti með 59. Tryggvi Guðmundsson komst upp í annað sætið sumarið 2010 og minnkaði forskot Guðmundar á endanum í fjórtán stoðsendingar. Atli Guðnason tók síðan annað sætið af Tryggva á 2016 tímabilinu og minnkaði forskot í fimm þegar hann gaf sína síðustu stoðsendingu til þessa í leik á móti Val 23. september 2018. Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingnum Atla Guðnasyni tókst ekki að gefa stoðsendingu í Pepsi Max deildinni í fyrrasumar en augun voru á Atla sem var farinn að nálgast Guðmund Benediktsson á toppi stoðsendingalistans. Guðmundur Benediktsson gaf 87 stoðsendingar í deildinni á sínum tíma og er áfram fimm stoðsendingum á undan Atla. Atli var búinn að gefa stoðsendingu á þrettán tímabilum í röð fyrir síðasta tímabil en náði ekki að leggja upp mark fyrir félaga sína í FH-liðinu í fyrra. Nú er spurningin hvort að Atli nái að nálgast metið í sumar en eftir samtals tvær stoðsendingar á síðustu tveimur tímabilum er metið hans Gumma Ben ekki í eins mikilli hættu og síðustu sumar. Það má þó ekki afskrifa Atla sem hefur gefið fimm stoðsendingar eða fleiri á níu tímabilum í efstu deild. Guðmundur Benediktsson er búinn að eiga metið í fjórtán ár eða síðan 11. september 2006 þegar hann komst fram úr Haraldi Ingólfssyni. Haraldur vann stoðsendingatitilinn fyrstu sex tímabilin sem stoðsendingar voru teknar saman í efstu deild karla. Guðmundur náði mest 28 stoðsendinga forskoti á listanum en þegar hann gaf sína 87. og síðustu stoðsendingu í deildinni sumarið 2009 var Haraldur Ingólfsson enn í öðru sæti með 59. Tryggvi Guðmundsson komst upp í annað sætið sumarið 2010 og minnkaði forskot Guðmundar á endanum í fjórtán stoðsendingar. Atli Guðnason tók síðan annað sætið af Tryggva á 2016 tímabilinu og minnkaði forskot í fimm þegar hann gaf sína síðustu stoðsendingu til þessa í leik á móti Val 23. september 2018. Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40
Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti