Topp 5 í kvöld: Garðar Gunnlaugs, Albert Brynjar og Lennon segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2020 13:00 Steven Lennon er markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu efstu deildar á Íslandi. vísir/vilhelm Fimmti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Garðar Gunnlaugsson, Albert Brynjar Ingason og Steven Lennon um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Lennon tala um mark sem hann skoraði fyrir FH gegn Stjörnunni í frægum leik í Kaplakrika í lokaumferðinni 2014. Klippa: Topp 5 - Steven Lennon Garðar Gunnlaugsson (fæddur 1983) er uppalinn Skagamaður og lék með ÍA fram á mitt sumar 2005 þegar hann fór til Vals. Hann skoraði sigurmark ÍA í bikarúrslitaleiknum 2003 gegn FH. Hann varð aftur bikarmeistari með Val 2005. Hann lék í atvinnumennsku á árunum 2006-12, í Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi. Garðar sneri aftur til ÍA 2012 og lék með liðinu til 2018. Hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 með fjórtán mörk. Garðar lék nokkra leiki með Val síðasta sumar og gekk nýverið í raðir Kára á Akranesi. Garðar hefur skorað 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk gullskóinn 2016, bronsskóinn 2015, Garðar hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari. Hann lék einn A-landsleik. Albert Brynjar Ingason (fæddur 1986) hóf ferilinn með Fylki og lék liðinu til 2008 ef frá eru taldir nokkrir mánuði 2005 þar sem hann var í láni hjá Þór Ak. Albert lék með Val 2008 en fór svo aftur til Fylkis 2009. Albert lék með FH 2012-14 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012. Hann fór aftur til Fylkis um mitt sumar 2014. Albert gekk í raðir Fjölnis fyrir síðasta tímabil og hjálpaði Grafarvogsliðinu að komast upp í Pepsi Max-deildina. Hann leikur nú með C-deildarliði Kórdrengja. Albert hefur skorað 70 mörk í 219 leikjum í efstu deild. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2012. Steven Lennon (fæddur 1988) er Skoti sem er uppalinn hjá stórliði Rangers. Hann kom til Fram um mitt tímabil 2011 og hjálpaði liðinu að halda sér í Pepsi-deildinni. Lennon fór til Sandnes Ulf í Noregi um mitt tímabil 2013. Hann gekk í raðir FH í júlí 2014 og hefur leikið með liðinu síðan þá. Lennon varð Íslandsmeistari með FH 2015 og 2016. Lennon hefur skorað 71 mark í 147 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann er markahæsti erlendi leikmaðurinn í efstu deild hér á landi. Lennon fékk silfurskóinn 2017 og 2019. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fimmti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Garðar Gunnlaugsson, Albert Brynjar Ingason og Steven Lennon um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Lennon tala um mark sem hann skoraði fyrir FH gegn Stjörnunni í frægum leik í Kaplakrika í lokaumferðinni 2014. Klippa: Topp 5 - Steven Lennon Garðar Gunnlaugsson (fæddur 1983) er uppalinn Skagamaður og lék með ÍA fram á mitt sumar 2005 þegar hann fór til Vals. Hann skoraði sigurmark ÍA í bikarúrslitaleiknum 2003 gegn FH. Hann varð aftur bikarmeistari með Val 2005. Hann lék í atvinnumennsku á árunum 2006-12, í Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi. Garðar sneri aftur til ÍA 2012 og lék með liðinu til 2018. Hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 með fjórtán mörk. Garðar lék nokkra leiki með Val síðasta sumar og gekk nýverið í raðir Kára á Akranesi. Garðar hefur skorað 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk gullskóinn 2016, bronsskóinn 2015, Garðar hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari. Hann lék einn A-landsleik. Albert Brynjar Ingason (fæddur 1986) hóf ferilinn með Fylki og lék liðinu til 2008 ef frá eru taldir nokkrir mánuði 2005 þar sem hann var í láni hjá Þór Ak. Albert lék með Val 2008 en fór svo aftur til Fylkis 2009. Albert lék með FH 2012-14 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012. Hann fór aftur til Fylkis um mitt sumar 2014. Albert gekk í raðir Fjölnis fyrir síðasta tímabil og hjálpaði Grafarvogsliðinu að komast upp í Pepsi Max-deildina. Hann leikur nú með C-deildarliði Kórdrengja. Albert hefur skorað 70 mörk í 219 leikjum í efstu deild. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2012. Steven Lennon (fæddur 1988) er Skoti sem er uppalinn hjá stórliði Rangers. Hann kom til Fram um mitt tímabil 2011 og hjálpaði liðinu að halda sér í Pepsi-deildinni. Lennon fór til Sandnes Ulf í Noregi um mitt tímabil 2013. Hann gekk í raðir FH í júlí 2014 og hefur leikið með liðinu síðan þá. Lennon varð Íslandsmeistari með FH 2015 og 2016. Lennon hefur skorað 71 mark í 147 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann er markahæsti erlendi leikmaðurinn í efstu deild hér á landi. Lennon fékk silfurskóinn 2017 og 2019.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira