„I can't breathe“ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2020 19:00 Þessi grímuklædda unga kona tók þátt í mótmælum í Houston. Á grímunni eru ein hinstu orð George Floyd og Erics Garner. AP/Yi-chin Lee I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira