Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 19:53 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43
Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06
Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08