Valur vann 3-0 sigur á Fylki í æfingaleik er liðin mættust á Origo-vellinum. Þetta var liður í loka undirbúningi liðanna fyrir Pepsi Max-deildina sem hefst um aðra helgi.
#valurfotbolti #valur #origo #fotboltinet pic.twitter.com/4VJmvawEkR
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) June 5, 2020
Staðan var markalaus í hálfleik en þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir gengu heimamenn á Hlíðarenda á lagið.
Sigurður Egill Lárusson skoraði tvö mörk á fimm mínútna millibili og varamaðurinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði þriðja markið sex mínútum fyrir leikslok.