Fótbolti

Dag­skráin í dag: Mjólkur­bikarinn í beinni frá Bessa­staða­velli og meistara­keppnin frá Hlíðar­enda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar mæta bikarmeisturum Selfoss í dag.
Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar mæta bikarmeisturum Selfoss í dag. vísir/bára

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Í dag má þó finna tvær beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2. Álftanes og Fram mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins á Bessastaðavelli klukkan 14.00 en Mjólkurbikarinn fór að rúlla í gær. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 3. Meistarakeppni kvenna er svo í beinni frá Origo-vellinum klukkan 16.00 þar sem Íslandsmeistarar Vals mæta bikarmeisturum Selfoss. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Stöð 2 Sport 2

Það er hægt að finna sitt lítið af hverju á Stöð 2 Sport 2 í dag. Handbolti, fótbolti, heimildarþættir og margt, margt fleira. Þáttur um sigursælasta handboltaþjálfara Íslandssögunnar, Alfreð Gíslason, sem og þáttur um íslenska kvennalandsliðið er það var í Kína og Stöð 2 Sport fylgdist vel með.

Stöð 2 Sport 3

Það eru klassískir körfuboltaleikir úr síðustu úrslitakeppnum sýndir á Stöð 2 Sport 3 en leikur Álftanes og Fram verður einnig sýndur á Stöð 2 Sport 3 í dag.

Stöð 2 eSport

Útsending frá leik 1 hjá Dusty Academy og Tindastóll #STÓLLINN í League of Legends í fimmtu umferð Vodafone-deildarinnar má sjá á Stöð 2 eSport til að mynda sem og fleiri útsendingar frá Vodafone-deildinni og Lenovo-deildinni.

Stöð 2 Golf

Golfárin 2001 til 2009 verða gerð upp á golfstöðinni í dag sem og gefa bestu kylfingar heims kylfingum sem sitja heima á meðan heimsfaraldur kórónaveirunnar gengur yfir og gefa þeim góð ráð til að bæta spilamennsku sína.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×