WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 23:08 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur andlitsgrímur geta hjálpað til við að koma í veg fyrir smit. Þó þurfi einnig að huga að öðrum smitvörnum. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Áður hafði stofnunin talið lítið benda til þess að slíkt væri gagnlegt. Nýjar leiðbeiningar stofnunarinnar taka mið af nýjum rannsóknum sem sýna að andlitsgrímur séu á meðal þess sem getur komið í veg fyrir smit. Því telur stofnunin notkun þeirra ekki vera falskt öryggi líkt og áður var talið. WHO updated guidance on the use of masks for control of #COVID19: https://t.co/z6DTZLG5QsThe new guidance is based on evolving evidence and provides updates on:😷who should wear a mask😷when a mask should be worn😷what a mask should be made of pic.twitter.com/Cu7MEyCs3J— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 „Við höfum nýjar upplýsingar sem benda til þess að ef [grímurnar] eru notaðar með réttum hætti getur það komið í veg fyrir dropasmit,“ sagði Dr. Maria Van Kerkhove, aðalsérfræðingur stofnunarinnar í samtali við Reuters. Þá lagði hún áherslu á að stofnunin væri ekki að mæla með andlitsgrímum sem væru notaðar á sjúkrahúsum heldur úr öðrum efnum, til að mynda bómull. Hún sagði stofnunina biðla til ríkisstjórna að hvetja almenning til þess að nota grímur en Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir þó grímurnar einar og sér ekki duga til heldur þyrfti fólk einnig að huga að handþvotti og félagsforðun. "I cannot say this clearly enough: masks alone will not protect you from #COVID19.Masks are not a replacement for physical distancing, hand hygiene and other public health measures. Masks are only of benefit as part of a comprehensive approach"-@DrTedros— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 Leiðbeiningarnar eru þó óbreyttar fyrir heilbrigðisstarfsmenn en þeir eiga ávallt að vera með andlitsgrímur við meðhöndlun Covid-19 sjúklinga eða annarra sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Þær ná hins vegar nú einnig til starfsfólks á heilsugæslum, hjúkrunarheimilum eða öðrum stöðum þar sem fólk er í langtímavistun. Mikilvægt sé að nota grímur á svæðum þar sem veiran gæti verið í dreifingu. April Baller, sérfræðingur stofnunarinnar í smitvörnum, sagði almenning geta útbúið grímur heima hjá sér úr klútum eða öðru efni. Nýjar rannsóknir hefðu sýnt að fólk gæti verið að smita aðra áður en einkenni kæmu fram en áður taldi stofnunin óalgengt að einkennalausir væru að valda mörgum smitum. „Það sem grímurnar gera er að þær koma í veg fyrir að einhver sem hafi sjúkdóminn smiti annan,“ sagði Baller. Alls hafa rúmlega 6,7 milljónir greinst með kórónuveiruna á heimsvísu og 393.934 látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Áður hafði stofnunin talið lítið benda til þess að slíkt væri gagnlegt. Nýjar leiðbeiningar stofnunarinnar taka mið af nýjum rannsóknum sem sýna að andlitsgrímur séu á meðal þess sem getur komið í veg fyrir smit. Því telur stofnunin notkun þeirra ekki vera falskt öryggi líkt og áður var talið. WHO updated guidance on the use of masks for control of #COVID19: https://t.co/z6DTZLG5QsThe new guidance is based on evolving evidence and provides updates on:😷who should wear a mask😷when a mask should be worn😷what a mask should be made of pic.twitter.com/Cu7MEyCs3J— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 „Við höfum nýjar upplýsingar sem benda til þess að ef [grímurnar] eru notaðar með réttum hætti getur það komið í veg fyrir dropasmit,“ sagði Dr. Maria Van Kerkhove, aðalsérfræðingur stofnunarinnar í samtali við Reuters. Þá lagði hún áherslu á að stofnunin væri ekki að mæla með andlitsgrímum sem væru notaðar á sjúkrahúsum heldur úr öðrum efnum, til að mynda bómull. Hún sagði stofnunina biðla til ríkisstjórna að hvetja almenning til þess að nota grímur en Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir þó grímurnar einar og sér ekki duga til heldur þyrfti fólk einnig að huga að handþvotti og félagsforðun. "I cannot say this clearly enough: masks alone will not protect you from #COVID19.Masks are not a replacement for physical distancing, hand hygiene and other public health measures. Masks are only of benefit as part of a comprehensive approach"-@DrTedros— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 Leiðbeiningarnar eru þó óbreyttar fyrir heilbrigðisstarfsmenn en þeir eiga ávallt að vera með andlitsgrímur við meðhöndlun Covid-19 sjúklinga eða annarra sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Þær ná hins vegar nú einnig til starfsfólks á heilsugæslum, hjúkrunarheimilum eða öðrum stöðum þar sem fólk er í langtímavistun. Mikilvægt sé að nota grímur á svæðum þar sem veiran gæti verið í dreifingu. April Baller, sérfræðingur stofnunarinnar í smitvörnum, sagði almenning geta útbúið grímur heima hjá sér úr klútum eða öðru efni. Nýjar rannsóknir hefðu sýnt að fólk gæti verið að smita aðra áður en einkenni kæmu fram en áður taldi stofnunin óalgengt að einkennalausir væru að valda mörgum smitum. „Það sem grímurnar gera er að þær koma í veg fyrir að einhver sem hafi sjúkdóminn smiti annan,“ sagði Baller. Alls hafa rúmlega 6,7 milljónir greinst með kórónuveiruna á heimsvísu og 393.934 látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32
Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00
Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44