Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 07:36 Hjónin Jill og Joe Biden á góðri stundu í Pennsylvaníu í mars. Fyrrverandi varaforsetinn er nú með nægilega marga landsfundarfulltrúa á bak við sig til þess að tryggja sér útnefningu demókrata. Vísir/EPA Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04
Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39