Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 07:36 Hjónin Jill og Joe Biden á góðri stundu í Pennsylvaníu í mars. Fyrrverandi varaforsetinn er nú með nægilega marga landsfundarfulltrúa á bak við sig til þess að tryggja sér útnefningu demókrata. Vísir/EPA Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04
Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39