Fótbolti

Í­þrótta­fólk heldur á­fram að senda skýr skila­boð í bar­áttunni gegn kyn­þátta­for­dómum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mínútu þögn á hnjánum fyrir leik Dortmund og Herthu Berlínar í dag.
Mínútu þögn á hnjánum fyrir leik Dortmund og Herthu Berlínar í dag. vísir/getty

Íþróttafólk heldur áfram að berjast gegn kynþáttafordómum sem hafa verið mikið í umræðunni eftir dauða George Floyd en Floyd lést eftir baráttu við lögreglumann undir lok síðasta mánaðar.

Jadon Sancho skoraði þrjú mörk fyrir Dortmund um síðustu helgi er liðið vann stórsigur á Paderborn og hann var í bol undir treyju sinni sem stóð á: „Réttlæti fyrir George Floyd.“ Fyrir leik dagsins hituðu leikmenn Dortmund upp í bolum til styrktar baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Eftir að liðin hefðu gengið inn á völlinn og skömmu áður en flautað var til leiks þá fóru allir leikmennirnir 22 sem byrjuðu inn á í leiknum og „tóku hné“ (e. take a knee).

Það var ekki bara í Þýskalandi þar sem íþróttafólk sendi skýr skilaboð því Anthony Joshua, boxarinn öflugi, hélt tilfinningaþrunga ræðu í Watford um sama málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×