Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 13:21 Stöðin hefur verið reist í Álfsnesi. Vísir/vilhelm Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun. Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun.
Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira