Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 13:21 Stöðin hefur verið reist í Álfsnesi. Vísir/vilhelm Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun. Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Oddviti Múlaþings vill verða ritari Framsóknarflokksins Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun.
Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Oddviti Múlaþings vill verða ritari Framsóknarflokksins Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira