Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 13:21 Stöðin hefur verið reist í Álfsnesi. Vísir/vilhelm Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun. Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun.
Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira