Fylgist með þessum í Pepsi Max-deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2020 20:30 Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst á laugardagskvöldið þegar Íslandsmeistarar KR sækja Val heim. Þrír leikir verða á dagskrá á sunnudaginn og 1. umferðinni lýkur svo með tveimur leikjum á mánudaginn. Allir leikirnir í 1. umferðinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Að venju eru margir ungir og spennandi leikmenn í liðunum í Pepsi Max-deildinni sem gætu slegið í gegn í sumar. Hér fyrir neðan má sjá ellefu leikmenn í Pepsi Max-deildinni sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í sumar. Hákon Rafn er eini aðalmarkvörðurinn í Pepsi Max-deildinni sem er fæddur á 21. öldinni.VÍSIR/VILHELM Hákon Rafn Valdimarsson (Grótta) 18 ára markvörður Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára hefur Hákon varið mark Gróttu undanfarin tvö ár. Hann lék alla 22 leikina þegar Seltirningar unnu Inkasso-deildina á síðasta tímabili. Leikstíll Óskars Hrafns Þorvaldssonar var mjög krefjandi fyrir markverði og Hákon þurfti oft að leysa úr erfiðum stöðum með boltann á fótunum. Yngsti aðalmarkvörðurinn í Pepsi Max-deildinni fær væntanlega nóg að gera í sumar og þarf kannski að sýna hefðbundnari markvarðatakta en áður. Nökkvi Þeyr fær aukna ábyrgð í liði KA í sumar.vísir/auðunn Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) 20 ára framherji KA fékk tvíburana Nökkva Þey og Þorra Mar Þórissyni frá Dalvík/Reyni eftir að liðið vann 3. deildina 2018. Nökkvi, sem skoraði tíu mörk í 3. deildinni 2018, fékk nasaþefinn af Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Nökkvi lék þá sautján leiki og skoraði tvö mörk. Hann kom oftast inn á sem varamaður af öllum leikmönnum deildarinnar. Nökkvi verður í enn stærra hlutverki í sumar og verður að leggja sitt af mörkum til að fylla í skarðið sem Elfar Árni Aðalsteinsson skildi eftir sig. Nökkvi er öflugur framherji og erfiður við að eiga. Þórður Gunnar stekkur upp um tvær deildir milli áravísir/vilhelm Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) 18 ára miðjumaður Á að baki þrjú tímabil sem fastamaður í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Þórður lék alla 22 leikina og skoraði fimm mörk þegar Vestri komst upp úr 2. deildinni í fyrra. Var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar og var í úrvalsliði hennar. Fylkir samdi svo við Þórð síðasta haust. Stökkið úr 2. deild og upp í Pepsi Max-deildina er stórt en það vantar ekkert upp á hæfileikana hjá Þórði og hann fær væntanlega fullt af mínútum hjá Fylki. Jóhann Árni er mikilvægur hlekkur í liði Fjölnis.vísir/vilhelm Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) 19 ára miðjumaður Lék alla 22 leikina, skoraði fjögur mörk og var í lykilhlutverki þegar Fjölnir vann sér sæti í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni. Jóhann Árni er gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Fjölnis, afar sparkviss og mest skapandi leikmaður liðsins. Fjölnismenn myndu heldur ekki slá hendinni á móti nokkrum mörkum frá honum. Jóhann Árni hefur leikið nítján leiki fyrir yngri landsliðin. Ari er yngsti leikmaður sem hefur leikið fyrir HK í efstu deild.mynd/hk Ari Sigurpálsson (HK)17 ára framherji Í dag var greint frá því að Bologna hefði gengið frá kaupunum á Ara frá HK. Hann var lánaður strax aftur til Kópavogsliðsins og leikur með því í sumar. Ari kom við sögu í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og lék með U-17 ára liði Bologna í vetur. HK er ekki með mikla breidd og Ari ætti því að fá fullt af tækifærum í sumar. Eldsnöggur framherji sem gæti slegið í gegn eins og Valgeir Valgeirsson gerði á síðasta tímabili. Jón Gísli í bikarleik ÍA og FH í fyrra. Þar skoraði hann sitt fyrsta mark í gula búningnum.vísir/daníel Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) 18 ára varnarmaður Skagfirðingurinn verður væntanlega fyrsti kostur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA, í stöðu hægri bakvarðar eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til FH. Eftir að hafa verið fastamaður hjá Tindastóli í 2. deildinni í tvö ár, aðeins fimmtán og sextán ára, gekk Jón Gísli til liðs við ÍA í fyrra. Lék tíu leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði fallegt mark í bikarleik ÍA og FH. Stórefnilegur leikmaður sem hefur leikið 32 leiki fyrir yngri landsliðin og vakið athygli erlendra félaga. Helgi var einn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra.vísir/vilhelm Helgi Guðjónsson (Víkingur) 20 ára framherji Borgfirðingurinn var markahæstur í Inkasso-deildinni í fyrra ásamt Pétri Theodóri Árnasyni hjá Gróttu með fimmtán mörk. Helgi skoraði einnig fjögur mörk í Mjólkurbikarnum. Var valinn besti ungi leikmaður Inkasso-deildarinnar. Víkingar gengu á eftir Helga með grasið í skónum í nokkurn tíma og hann samdi loks við liðið síðasta haust. Ætti að passa vel inn í leikstíl Víkings og vonast er til að hann létti undir með Óttari Magnúsi Karlssyni við að skora mörkin fyrir þá rauðu og svörtu. Eins og nánast allir leikmenn Gróttu þreytir Kristófer Orri frumraun sína í efstu deild í sumar.vísir/vilhelm Kristófer Orri Pétursson (Grótta) 21 árs miðjumaður Afar flinkur og vel spilandi miðjumaður með gott auga fyrir sendingum. Kristófer er með góðan vinstri fót og auka- og hornspyrnur hans skiluðu Gróttu mörgum mörkum á síðasta tímabili og verða að gera það áfram í Pepsi Max-deildinni. Nýtur sín best í stöðu fremsta miðjumanns. Kristófer hefur verið í lykilhlutverki í uppgangi Gróttu, leikið 43 af 44 deildarleikjum liðsins undanfarin tvö ár og skorað sjö mörk. Róbert Orri var orðinn fastamaður hjá Aftureldingu þegar hann var sextán ára.vísir/vilhelm Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik)18 ára varnarmaður Fyrsti leikmaðurinn sem Óskar Hrafn fékk til Breiðabliks eftir að hann tók við liðinu. Róbert er einn af nokkrum ungum og spennandi leikmönnum sem hafa komið upp í Mosfellsbænum á undanförnum árum. Var fastamaður hjá Aftureldingu í tvö ár áður en hann fór til Breiðabliks. Í fyrra lék Róbert nítján leiki og skoraði þrjú mörk í Inkasso-deildinni. Lék á miðjunni hjá Aftureldingu en er hugsaður sem vinstri miðvörður í þriggja manna vörn Breiðabliks. Hefur leikið 23 yngri landsleiki og var í mjög sterku U-17 ára liði Íslands sem komst á EM í fyrra. Stefán Árni í leik KR og Víkings í Meistarakeppni KSÍ.vísir/hag Stefán Árni Geirsson (KR) 19 ára miðjumaður Finnur Tómas Pálmason sló í gegn með KR í fyrra og í ár gæti röðin verið komin að Stefáni Árna. Lék stórvel sem lánsmaður með Leikni R. á síðasta tímabili og var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni þar sem hann lék átján leiki og skoraði fjögur mörk. Stefán Árni lék talsvert með KR á undirbúningstímabilinu og var í byrjunarliði Íslandsmeistaranna gegn Víkingi í Meistarakeppninni á sunnudaginn. Þar sýndi hann góða takta og að honum er treystandi fyrir hlutverki í ógnarsterku liði KR-inga. Hallvarður vonast til að fara sömu leið og Aron bróðir sinn.vísir/vilhelm Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) 21 árs framherji Hallvarður kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Faðir hans, Sigurður Hallvarðsson heitinn, var mikill markaskorari og eldri bróðir hans, Aron, sló í gegn með Fjölni áður en hann fór í atvinnumennsku. Hallvarður fékk sín fyrstu tækifæri með Fjölni í Pepsi-deildinni 2018 og lék svo tíu leiki í Inkasso-deildinni í fyrra. Verður í stóru hlutverki hjá nýliðunum í sumar. Fjölnir er ekki með eiginlegan framherja í sínum leikmannahóp og því þyrfti Hallvarður helst að skora nokkur mörk í sumar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst á laugardagskvöldið þegar Íslandsmeistarar KR sækja Val heim. Þrír leikir verða á dagskrá á sunnudaginn og 1. umferðinni lýkur svo með tveimur leikjum á mánudaginn. Allir leikirnir í 1. umferðinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Að venju eru margir ungir og spennandi leikmenn í liðunum í Pepsi Max-deildinni sem gætu slegið í gegn í sumar. Hér fyrir neðan má sjá ellefu leikmenn í Pepsi Max-deildinni sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í sumar. Hákon Rafn er eini aðalmarkvörðurinn í Pepsi Max-deildinni sem er fæddur á 21. öldinni.VÍSIR/VILHELM Hákon Rafn Valdimarsson (Grótta) 18 ára markvörður Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára hefur Hákon varið mark Gróttu undanfarin tvö ár. Hann lék alla 22 leikina þegar Seltirningar unnu Inkasso-deildina á síðasta tímabili. Leikstíll Óskars Hrafns Þorvaldssonar var mjög krefjandi fyrir markverði og Hákon þurfti oft að leysa úr erfiðum stöðum með boltann á fótunum. Yngsti aðalmarkvörðurinn í Pepsi Max-deildinni fær væntanlega nóg að gera í sumar og þarf kannski að sýna hefðbundnari markvarðatakta en áður. Nökkvi Þeyr fær aukna ábyrgð í liði KA í sumar.vísir/auðunn Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) 20 ára framherji KA fékk tvíburana Nökkva Þey og Þorra Mar Þórissyni frá Dalvík/Reyni eftir að liðið vann 3. deildina 2018. Nökkvi, sem skoraði tíu mörk í 3. deildinni 2018, fékk nasaþefinn af Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Nökkvi lék þá sautján leiki og skoraði tvö mörk. Hann kom oftast inn á sem varamaður af öllum leikmönnum deildarinnar. Nökkvi verður í enn stærra hlutverki í sumar og verður að leggja sitt af mörkum til að fylla í skarðið sem Elfar Árni Aðalsteinsson skildi eftir sig. Nökkvi er öflugur framherji og erfiður við að eiga. Þórður Gunnar stekkur upp um tvær deildir milli áravísir/vilhelm Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) 18 ára miðjumaður Á að baki þrjú tímabil sem fastamaður í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Þórður lék alla 22 leikina og skoraði fimm mörk þegar Vestri komst upp úr 2. deildinni í fyrra. Var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar og var í úrvalsliði hennar. Fylkir samdi svo við Þórð síðasta haust. Stökkið úr 2. deild og upp í Pepsi Max-deildina er stórt en það vantar ekkert upp á hæfileikana hjá Þórði og hann fær væntanlega fullt af mínútum hjá Fylki. Jóhann Árni er mikilvægur hlekkur í liði Fjölnis.vísir/vilhelm Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) 19 ára miðjumaður Lék alla 22 leikina, skoraði fjögur mörk og var í lykilhlutverki þegar Fjölnir vann sér sæti í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni. Jóhann Árni er gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Fjölnis, afar sparkviss og mest skapandi leikmaður liðsins. Fjölnismenn myndu heldur ekki slá hendinni á móti nokkrum mörkum frá honum. Jóhann Árni hefur leikið nítján leiki fyrir yngri landsliðin. Ari er yngsti leikmaður sem hefur leikið fyrir HK í efstu deild.mynd/hk Ari Sigurpálsson (HK)17 ára framherji Í dag var greint frá því að Bologna hefði gengið frá kaupunum á Ara frá HK. Hann var lánaður strax aftur til Kópavogsliðsins og leikur með því í sumar. Ari kom við sögu í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og lék með U-17 ára liði Bologna í vetur. HK er ekki með mikla breidd og Ari ætti því að fá fullt af tækifærum í sumar. Eldsnöggur framherji sem gæti slegið í gegn eins og Valgeir Valgeirsson gerði á síðasta tímabili. Jón Gísli í bikarleik ÍA og FH í fyrra. Þar skoraði hann sitt fyrsta mark í gula búningnum.vísir/daníel Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) 18 ára varnarmaður Skagfirðingurinn verður væntanlega fyrsti kostur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA, í stöðu hægri bakvarðar eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til FH. Eftir að hafa verið fastamaður hjá Tindastóli í 2. deildinni í tvö ár, aðeins fimmtán og sextán ára, gekk Jón Gísli til liðs við ÍA í fyrra. Lék tíu leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði fallegt mark í bikarleik ÍA og FH. Stórefnilegur leikmaður sem hefur leikið 32 leiki fyrir yngri landsliðin og vakið athygli erlendra félaga. Helgi var einn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra.vísir/vilhelm Helgi Guðjónsson (Víkingur) 20 ára framherji Borgfirðingurinn var markahæstur í Inkasso-deildinni í fyrra ásamt Pétri Theodóri Árnasyni hjá Gróttu með fimmtán mörk. Helgi skoraði einnig fjögur mörk í Mjólkurbikarnum. Var valinn besti ungi leikmaður Inkasso-deildarinnar. Víkingar gengu á eftir Helga með grasið í skónum í nokkurn tíma og hann samdi loks við liðið síðasta haust. Ætti að passa vel inn í leikstíl Víkings og vonast er til að hann létti undir með Óttari Magnúsi Karlssyni við að skora mörkin fyrir þá rauðu og svörtu. Eins og nánast allir leikmenn Gróttu þreytir Kristófer Orri frumraun sína í efstu deild í sumar.vísir/vilhelm Kristófer Orri Pétursson (Grótta) 21 árs miðjumaður Afar flinkur og vel spilandi miðjumaður með gott auga fyrir sendingum. Kristófer er með góðan vinstri fót og auka- og hornspyrnur hans skiluðu Gróttu mörgum mörkum á síðasta tímabili og verða að gera það áfram í Pepsi Max-deildinni. Nýtur sín best í stöðu fremsta miðjumanns. Kristófer hefur verið í lykilhlutverki í uppgangi Gróttu, leikið 43 af 44 deildarleikjum liðsins undanfarin tvö ár og skorað sjö mörk. Róbert Orri var orðinn fastamaður hjá Aftureldingu þegar hann var sextán ára.vísir/vilhelm Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik)18 ára varnarmaður Fyrsti leikmaðurinn sem Óskar Hrafn fékk til Breiðabliks eftir að hann tók við liðinu. Róbert er einn af nokkrum ungum og spennandi leikmönnum sem hafa komið upp í Mosfellsbænum á undanförnum árum. Var fastamaður hjá Aftureldingu í tvö ár áður en hann fór til Breiðabliks. Í fyrra lék Róbert nítján leiki og skoraði þrjú mörk í Inkasso-deildinni. Lék á miðjunni hjá Aftureldingu en er hugsaður sem vinstri miðvörður í þriggja manna vörn Breiðabliks. Hefur leikið 23 yngri landsleiki og var í mjög sterku U-17 ára liði Íslands sem komst á EM í fyrra. Stefán Árni í leik KR og Víkings í Meistarakeppni KSÍ.vísir/hag Stefán Árni Geirsson (KR) 19 ára miðjumaður Finnur Tómas Pálmason sló í gegn með KR í fyrra og í ár gæti röðin verið komin að Stefáni Árna. Lék stórvel sem lánsmaður með Leikni R. á síðasta tímabili og var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni þar sem hann lék átján leiki og skoraði fjögur mörk. Stefán Árni lék talsvert með KR á undirbúningstímabilinu og var í byrjunarliði Íslandsmeistaranna gegn Víkingi í Meistarakeppninni á sunnudaginn. Þar sýndi hann góða takta og að honum er treystandi fyrir hlutverki í ógnarsterku liði KR-inga. Hallvarður vonast til að fara sömu leið og Aron bróðir sinn.vísir/vilhelm Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) 21 árs framherji Hallvarður kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Faðir hans, Sigurður Hallvarðsson heitinn, var mikill markaskorari og eldri bróðir hans, Aron, sló í gegn með Fjölni áður en hann fór í atvinnumennsku. Hallvarður fékk sín fyrstu tækifæri með Fjölni í Pepsi-deildinni 2018 og lék svo tíu leiki í Inkasso-deildinni í fyrra. Verður í stóru hlutverki hjá nýliðunum í sumar. Fjölnir er ekki með eiginlegan framherja í sínum leikmannahóp og því þyrfti Hallvarður helst að skora nokkur mörk í sumar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira