5 dagar í Pepsi Max: Sautján ár síðan KR vann titilinn eftir að hafa verið spáð honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 12:10 Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum í fyrrahaust og byrjaði þetta tímabil á því að taka við bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/Haraldur Guðjónsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira