Fær kýr til að prumpa og ropa minna Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júní 2020 10:00 Munu íslenskar kýr losa minna metangas í framtíðinni með því að borða sjávarþang? Vísir/Vilhelm Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar. Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar.
Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent