Fær kýr til að prumpa og ropa minna Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júní 2020 10:00 Munu íslenskar kýr losa minna metangas í framtíðinni með því að borða sjávarþang? Vísir/Vilhelm Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar. Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar.
Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira