Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 14:49 Í fyrstu verður hægt að sinna 200 farþegum á klukkustund og áætlað er að unnt sé að greina að hámarki 2 þúsund sýni á sólarhring. Vísir/Vilhelm Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17
Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32
Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30