Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2020 20:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræðir Skerjafjarðarmálið á Alþingi í dag. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði „það samkomulag með stökustu ólíkindum, gert á milli ráðherra Samfylkingarinnar og borgarstjóra Samfylkingarinnar, þar sem ríkið gaf nánast eða seldi á mjög góðum kjörum land undan flugvellinum í Vatnsmýri, flugvelli sem er sameign þjóðarinnar“. Dagur B. Eggertsson, þáverandi staðgengill borgarstjóra og formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, í mars 2013 við undirritun samningsins um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði.Mynd/Reykjavíkurborg. Sigmundur rifjaði upp að Reykjavíkurborg hefði í þeim samningi skuldbundið sig til að selja allar lóðir á svæðinu á markaði, enda ætti ríkið að fá hlutdeild í sölu landsins. Sjá nánar frétt frá 2013: Samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Borgin hefur sjálf skýrt frá því að hún hafi lofað stórum hluta lóða í nýja Skerjafirði undir félagslegar íbúðir. „Og nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hefur hæstvirtur ráðherra gert einhverjar breytingar á þessu eða einhverjir aðrir? Því að nú er Reykjavíkurborg byrjuð að útdeila þessu landi, - án þess að setja það á markað,“ sagði formaður Miðflokksins og ítrekaði spurninguna: „Spurningin er einföld: Hefur verið gerð breyting á þessum samningi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2013 þar sem kveðið er á um að þetta land skuli allt fara á markað?“ „Ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tímann komið inn á mitt borð að gera breytingar á umræddum samningi,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svarar fyrirspurninni á Alþingi í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þá vek ég hér með aftur athygli hæstvirts ráðherra á því að borgin virðist vera að fara á svig við samning sem hún gerði við ríkið árið 2013 og fullt tilefni fyrir hæstvirtan ráðherra og ríkisstjórnina að grípa þarna inn í,“ sagði Sigmundur Davíð og sagði að ríkið hefði mátt grípa inn í ótal fleiri mál gagnvart borginni. „Nýjasta dæmið auðvitað, sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, er af því þegar borgin hafði ákveðið að leggja veg í gegnum flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Eftir að þetta komst í hámæli reyndu menn að draga í land með það. En fundargerðir og önnur gögn sýndu að borgin hafði einfaldlega ætlað sér að gera það sem hún vildi með þetta land. Þótt það þýddi að leggja þarna fyrirtæki í rúst, veikja innanlandsflugið og leggja veg í gegnum flugskýli,“ sagði formaður Miðflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Fréttir af flugi Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði „það samkomulag með stökustu ólíkindum, gert á milli ráðherra Samfylkingarinnar og borgarstjóra Samfylkingarinnar, þar sem ríkið gaf nánast eða seldi á mjög góðum kjörum land undan flugvellinum í Vatnsmýri, flugvelli sem er sameign þjóðarinnar“. Dagur B. Eggertsson, þáverandi staðgengill borgarstjóra og formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, í mars 2013 við undirritun samningsins um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði.Mynd/Reykjavíkurborg. Sigmundur rifjaði upp að Reykjavíkurborg hefði í þeim samningi skuldbundið sig til að selja allar lóðir á svæðinu á markaði, enda ætti ríkið að fá hlutdeild í sölu landsins. Sjá nánar frétt frá 2013: Samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Borgin hefur sjálf skýrt frá því að hún hafi lofað stórum hluta lóða í nýja Skerjafirði undir félagslegar íbúðir. „Og nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hefur hæstvirtur ráðherra gert einhverjar breytingar á þessu eða einhverjir aðrir? Því að nú er Reykjavíkurborg byrjuð að útdeila þessu landi, - án þess að setja það á markað,“ sagði formaður Miðflokksins og ítrekaði spurninguna: „Spurningin er einföld: Hefur verið gerð breyting á þessum samningi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2013 þar sem kveðið er á um að þetta land skuli allt fara á markað?“ „Ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tímann komið inn á mitt borð að gera breytingar á umræddum samningi,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svarar fyrirspurninni á Alþingi í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þá vek ég hér með aftur athygli hæstvirts ráðherra á því að borgin virðist vera að fara á svig við samning sem hún gerði við ríkið árið 2013 og fullt tilefni fyrir hæstvirtan ráðherra og ríkisstjórnina að grípa þarna inn í,“ sagði Sigmundur Davíð og sagði að ríkið hefði mátt grípa inn í ótal fleiri mál gagnvart borginni. „Nýjasta dæmið auðvitað, sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, er af því þegar borgin hafði ákveðið að leggja veg í gegnum flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Eftir að þetta komst í hámæli reyndu menn að draga í land með það. En fundargerðir og önnur gögn sýndu að borgin hafði einfaldlega ætlað sér að gera það sem hún vildi með þetta land. Þótt það þýddi að leggja þarna fyrirtæki í rúst, veikja innanlandsflugið og leggja veg í gegnum flugskýli,“ sagði formaður Miðflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Fréttir af flugi Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45