Vilja hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns vegna stöðu hans gagnvart Samherja Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2020 22:50 Þórhildur Sunna lagði til frumkvæðisathugun sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill nú hætta. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira