„Eins og að vera á toppi allra toppa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 12:37 Hraundrangi er eitt þekktasta kennileyti Norðurlands. Garpur Elísabetarson og Jónas G. Sigurðsson skelltu sér upp á topp um helguna. Mynd/Garpur Elísabetarson Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp. Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp.
Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira