Það er ekkert sjálfgefið, Kristinn H. Svanur Guðmundsson skrifar 9. júní 2020 17:00 Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun