Enski boltinn

Kante mátti sleppa restinni af tímabilinu en er mættur til æfinga

Sindri Sverrisson skrifar
N'Golo Kanté gæti leikið með Chelsea þegar liðið byrjar að spila á ný eftir tólf daga, en Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United um 4. sæti.
N'Golo Kanté gæti leikið með Chelsea þegar liðið byrjar að spila á ný eftir tólf daga, en Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United um 4. sæti. VÍSIR/GETTY

Heimsmeistarinn N‘Golo Kante hefur verið tvístígandi varðandi það að snúa aftur til æfinga hjá Chelsea eftir hléið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, af ótta við að smitast af kórónuveirunni. Hann er nú byrjaður að æfa með liðinu.

Kante hafði fengið leyfi til að æfa heima hjá sér og kvaðst tilbúinn að missa af því sem eftir væri af leiktíðinni, vegna ótta við veiruna. Samkvæmt Sky Sports naut hann fyllsta stuðnings knattspyrnustjórans Frank Lampard, sem og stjórnar Chelsea.

Kante mætti hins vegar aftur til æfinga með liðsfélögum sínum í dag, nú þegar æfingar eru með hefðbundnu sniði og snertingar leyfðar, og gæti því spilað með Chelsea þegar liðið sækir Aston Villa heim í fyrsta leik eftir hléið, þann 21. júní.

Chelsea er í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Manchester United, þegar níu umferðir eru eftir, í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.


Tengdar fréttir

Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna

Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×