Fimm hundruð minnast Floyd í Houston Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2020 18:30 Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira