Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 19:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49