WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 20:22 Margir ráku upp stór augu þegar Maria van Kerkhove sagði einkennalaus smit „afar fátíð“ á blaðamannafundi í gær. WHO boðaði til annars blaðamannafundar í dag þar sem hún bar það til baka. Vísir/EPA Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira