Íslenski boltinn

Fylkismenn fá leikmann frá Aftureldingu

Sindri Sverrisson skrifar
Arnór Gauti Jónsson er orðinn leikmaður Fylkis.
Arnór Gauti Jónsson er orðinn leikmaður Fylkis. mynd/fylkir

Hinn 18 ára gamli varnarmaður Arnór Gauti Jónsson er genginn í raðir Fylkis nú þegar tímabilið í Pepsi Max-deild karla í fótbolta er að hefjast.

Arnór Gauti kemur frá Aftureldingu þar sem hann lék 22 leiki í deild og bikar í fyrra og skoraði eitt mark. Hann á að baki fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands.

Arnór Gauti skrifaði undir samning sem gildir út árið 2023.

Fylkir hafði áður fengið ungan kantmann frá Vestra í vetur, Þórð Gunnar Hafþórsson, sem og kantmanninn Djair Parfitt-Williams og markvörðinn Arnar Darra Pétursson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×