Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:01 Frá Nuuk. Martin Zwick/Getty Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“ Grænland Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“
Grænland Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira