Play áætlar að hefja leik næsta haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:26 Flugfélagið Play kynnt í Perlunni í nóvember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09