Æðsti herforingi Bandaríkjanna iðrast kirkjugöngunnar með Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2020 18:09 Milley, formaður herforingjaráðsins, (til hægri) var einn þeirra embættismanna sem fylgdu Donald Trump forseta yfir Lafayette-torg eftir að lögregla hafði rutt friðsömum mótmælendum í burtu á öðrum degi hvítasunnu. Torgið var rýmt til þess að Trump gæti látið taka myndir af sér með Biblíu í hendi við St. John's-kirkjuna handan torgsins. AP/Patrick Semansky Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segist hafa gert mistök með því að fylgja Donald Trump forseta að St. John‘s-kirkjunni í Washington-borg þar sem Trump lét taka af sér myndir með Biblíu. Með því hafi herinn blandast inn í innanlandsstjórnmál. Lögregla beitti gasi og gúmmíkúlum gegn friðsömum mótmælendum eftir að Hvíta húsið gaf skipun um að Lafayette-torg skyldi rýmt á öðrum degi hvítasunnu. Trump gekk svo með nokkrum ráðherrum og ráðgjöfum yfir torgið að St. John‘s-kirkjunni sem hafði orðið fyrir skemmdum í mótmælum hvítasunnuhelgarinnar gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju eftir dráp lögreglu á George Floyd í Minneapolis. Þar lét forsetinn aðeins mynda sig með Biblíu í hendi áður en hann sneri aftur í Hvíta húsið. Framboð Trump til endurkjörs nýtti svo myndefnið í auglýsingar þar sem forsetinn var mærður fyrir forystuhæfileika sína. Uppákoman vakti harða gagnrýni en hún kom beint í kjölfar þess að Trump hótaði að beita hernum til að kveða niður mótmæli víða um Bandaríkin jafnvel þó að ríkisstjórar legðust gegn því. Sjónarspilið varð James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump og fyrrverandi herforingja, tilefni til að rjúfa þögn sína og saka Trump um að sundra þjóðinni og virða ekki stjórnarskrána. Mark Esper, núverandi varnarmálaráðherra, lýsti sig einnig andsnúinn því að beita hernum. Athygli vakti að Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var í hópnum sem fylgdi forsetanum. Milley var jafnframt í herklæðum þrátt fyrir að yfirmenn hersins séu yfirleitt í borgaralegum klæðnaði þegar þeir funda með forsetanum í Hvíta húsinu. Herinn verði að halda sig utan við stjórnmálin Við skólaslit Varnarmálaháskólans í dag lýsti Milley iðrun yfir að hafa tekið þátt í myndatækifæri Trump. „Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Milley í ræðu við athöfnina, að sögn AP-fréttastofunnar. „Nærvera mína þarna á þessu augnabliki og í þessu umhverfi skapaði þá ímynd að herinn væri þátttakandi í innanlandsstjórnmálum,“ sagði Milley sem fullyrti að hann hefði lært sína lexíu af uppákomunni. Lagði herforinginn áherslu á mikilvægi þess að herinn héldi sig utan við stjórnmálaþras. Lýsti hann einnig andstyggð sinni á drápinu á Floyd sem var kveikjan að mótmælunum. Hvatti hann hermenn og embættismenn sem hlýddu á ávarpið til að láta dauða Floyd verða sér áminningu um aldalangt óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn hafa mátt þola. Trump hefur ekki brugðist við orðum Milley þegar þessi orð eru skrifuð. AP-fréttastofan segir að hætta sé á að þau eigi eftir að reita forsetann til reiði sem er afar hörundsár gagnvart nokkru því sem gæti talist gagnrýni á framferði hans eða störf. Tvennum sögum hefur farið af því hver skipaði fyrir um að Lafayette-torg skyldi rýmt fyrir myndatöku Trump. Hvíta húsið hefur fullyrt að William Barr, dómsmálaráðherra, hafi gefið skipunina en Barr reyndi að fjarlægja sig ákvörðuninni í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segist hafa gert mistök með því að fylgja Donald Trump forseta að St. John‘s-kirkjunni í Washington-borg þar sem Trump lét taka af sér myndir með Biblíu. Með því hafi herinn blandast inn í innanlandsstjórnmál. Lögregla beitti gasi og gúmmíkúlum gegn friðsömum mótmælendum eftir að Hvíta húsið gaf skipun um að Lafayette-torg skyldi rýmt á öðrum degi hvítasunnu. Trump gekk svo með nokkrum ráðherrum og ráðgjöfum yfir torgið að St. John‘s-kirkjunni sem hafði orðið fyrir skemmdum í mótmælum hvítasunnuhelgarinnar gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju eftir dráp lögreglu á George Floyd í Minneapolis. Þar lét forsetinn aðeins mynda sig með Biblíu í hendi áður en hann sneri aftur í Hvíta húsið. Framboð Trump til endurkjörs nýtti svo myndefnið í auglýsingar þar sem forsetinn var mærður fyrir forystuhæfileika sína. Uppákoman vakti harða gagnrýni en hún kom beint í kjölfar þess að Trump hótaði að beita hernum til að kveða niður mótmæli víða um Bandaríkin jafnvel þó að ríkisstjórar legðust gegn því. Sjónarspilið varð James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump og fyrrverandi herforingja, tilefni til að rjúfa þögn sína og saka Trump um að sundra þjóðinni og virða ekki stjórnarskrána. Mark Esper, núverandi varnarmálaráðherra, lýsti sig einnig andsnúinn því að beita hernum. Athygli vakti að Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var í hópnum sem fylgdi forsetanum. Milley var jafnframt í herklæðum þrátt fyrir að yfirmenn hersins séu yfirleitt í borgaralegum klæðnaði þegar þeir funda með forsetanum í Hvíta húsinu. Herinn verði að halda sig utan við stjórnmálin Við skólaslit Varnarmálaháskólans í dag lýsti Milley iðrun yfir að hafa tekið þátt í myndatækifæri Trump. „Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Milley í ræðu við athöfnina, að sögn AP-fréttastofunnar. „Nærvera mína þarna á þessu augnabliki og í þessu umhverfi skapaði þá ímynd að herinn væri þátttakandi í innanlandsstjórnmálum,“ sagði Milley sem fullyrti að hann hefði lært sína lexíu af uppákomunni. Lagði herforinginn áherslu á mikilvægi þess að herinn héldi sig utan við stjórnmálaþras. Lýsti hann einnig andstyggð sinni á drápinu á Floyd sem var kveikjan að mótmælunum. Hvatti hann hermenn og embættismenn sem hlýddu á ávarpið til að láta dauða Floyd verða sér áminningu um aldalangt óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn hafa mátt þola. Trump hefur ekki brugðist við orðum Milley þegar þessi orð eru skrifuð. AP-fréttastofan segir að hætta sé á að þau eigi eftir að reita forsetann til reiði sem er afar hörundsár gagnvart nokkru því sem gæti talist gagnrýni á framferði hans eða störf. Tvennum sögum hefur farið af því hver skipaði fyrir um að Lafayette-torg skyldi rýmt fyrir myndatöku Trump. Hvíta húsið hefur fullyrt að William Barr, dómsmálaráðherra, hafi gefið skipunina en Barr reyndi að fjarlægja sig ákvörðuninni í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00