Glefsur úr Gran Turismo 7 sáust í kynningu á Playstation 5 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. júní 2020 07:00 Leikurinn virðist afar raunverulegur. Tíðindin sem gleðja margt bílaáhugafólk og sérstaklega bílaáhugafólk sem spilar tölvuleiki. Gran Turismo 7 er væntanlegur. Raftækjaframleiðandinn Sony var að kynna Playstation 5 og nýtti tækifærið til að sýna glefsur úr Gran Turismo 7. Kazunori Yamauchi, yfirmaður Polyphony Digital, sem framleiðir Gran Turismo hafði ekki mikið að sýna. Hann lofaði þó góðri skemmtun. Bílarnir líta afar vel út og greinilegt að mikill fjöldi bíla verður í boði. Í þessu stutta myndbandi sem er hér að ofan má sjá sígilda ameríska bíla, GT-3 kappakstursbíla og gamaldags Le Mans sólarhringskappakstursbíla. Myndbandið sýnir einnig viðmót leiksins, sem minnir á fyrirrennarana. Leikurinn lítur vel út en í myndbandinu er lögð áhersla á að leikurinn bjóði upp á marga bíla og margar brautir. Það ber lítið nýtt á góma í myndbandinu. Leikjavísir Sony Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Tíðindin sem gleðja margt bílaáhugafólk og sérstaklega bílaáhugafólk sem spilar tölvuleiki. Gran Turismo 7 er væntanlegur. Raftækjaframleiðandinn Sony var að kynna Playstation 5 og nýtti tækifærið til að sýna glefsur úr Gran Turismo 7. Kazunori Yamauchi, yfirmaður Polyphony Digital, sem framleiðir Gran Turismo hafði ekki mikið að sýna. Hann lofaði þó góðri skemmtun. Bílarnir líta afar vel út og greinilegt að mikill fjöldi bíla verður í boði. Í þessu stutta myndbandi sem er hér að ofan má sjá sígilda ameríska bíla, GT-3 kappakstursbíla og gamaldags Le Mans sólarhringskappakstursbíla. Myndbandið sýnir einnig viðmót leiksins, sem minnir á fyrirrennarana. Leikurinn lítur vel út en í myndbandinu er lögð áhersla á að leikurinn bjóði upp á marga bíla og margar brautir. Það ber lítið nýtt á góma í myndbandinu.
Leikjavísir Sony Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent