„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 21:58 Guðni Th. og Guðmundur Franklín tókust á í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld Vísir/Sigurjón „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Forsetakosningar 2020 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
„Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Forsetakosningar 2020 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira