1 dagur í Pepsi Max: Lennon og Ólafur Karl gætu báðir skorað fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Valsliðinu. Skori hann fyrsta markið í leik Vals og KR annað kvöld þá yrði það mjög sögulegt mark. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn