Hervæðing bandarísku lögreglunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2020 19:00 Þessir lögreglumenn í Orlando beittu táragasi gegn mótmælendum á dögunum. AP/Joe Burbank Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira