„Þetta verður skemmtiknattspyrnuþáttur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2020 19:00 Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í Stúkunni í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT Gummi Ben stýrir nýjum þáttum um Pepsi Max-deild karla í fótbolta í allt sumar og í kvöld verður hitað vel upp fyrir 1. umferð deildarinnar í opinni dagskrá á Vísi og Stöð 2 Sport. Pepsi Max stúkan er uppgjörsþáttur sem sýndur verður á Stöð 2 Sport eftir hverja umferð og verður ýmist strax eftir að síðasta leik í umferð lýkur eða þá daginn eftir, ef að mjög margir leikir eru lokadag umferðar. „Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og reyna að skemmta áhorfendum, en við ætlum líka að vera fræðandi. Þetta verður skemmtiknattspyrnuþáttur,“ segir Gummi og tekur undir að þátturinn verði ólíkur Pepsi Max mörkunum að einhverju leyti: „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Þegar nýir menn stjórna þá verða breytingar, og það eru nýir sérfræðingar. Við ætlum frekar að reyna að stytta þættina ef það er mögulegt, en það er reyndar ekki auðvelt. Sama hversu oft maður ákveður að vera bara í 60 mínútur þá teygist einhvern veginn á þessu því okkur finnst öllum mjög gaman að tala um fótbolta, og bara að tala yfir höfuð,“ segir Gummi léttur. Auk Pepsi Max stúkunnar er svo nýr þáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á dagskrá í sumar, Pepsi Max tilþrifin, þar sem sýnd verða öll mörk og helstu tilþrif í leikjum deildarinnar. „Eins og til að mynda núna, í fyrstu umferðinni, þegar þrír leikir verða á sunnudaginn, þá verður Kjartan Atli með þátt strax eftir að síðasta leik lýkur. Hann gerir upp leikina með sérfræðingi, sýnir mörkin og tilþrifin. Síðan förum við yfir umferðina í heild sinni í Pepsi Max stúkunni daginn eftir,“ segir Gummi. Fyrrnefndur upphitunarþáttur hefst kl. 21.15 í kvöld. Klippa: Sportpakkinn - Gummi Ben kynnir Pepsi Max stúkuna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Gummi Ben stýrir nýjum þáttum um Pepsi Max-deild karla í fótbolta í allt sumar og í kvöld verður hitað vel upp fyrir 1. umferð deildarinnar í opinni dagskrá á Vísi og Stöð 2 Sport. Pepsi Max stúkan er uppgjörsþáttur sem sýndur verður á Stöð 2 Sport eftir hverja umferð og verður ýmist strax eftir að síðasta leik í umferð lýkur eða þá daginn eftir, ef að mjög margir leikir eru lokadag umferðar. „Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og reyna að skemmta áhorfendum, en við ætlum líka að vera fræðandi. Þetta verður skemmtiknattspyrnuþáttur,“ segir Gummi og tekur undir að þátturinn verði ólíkur Pepsi Max mörkunum að einhverju leyti: „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Þegar nýir menn stjórna þá verða breytingar, og það eru nýir sérfræðingar. Við ætlum frekar að reyna að stytta þættina ef það er mögulegt, en það er reyndar ekki auðvelt. Sama hversu oft maður ákveður að vera bara í 60 mínútur þá teygist einhvern veginn á þessu því okkur finnst öllum mjög gaman að tala um fótbolta, og bara að tala yfir höfuð,“ segir Gummi léttur. Auk Pepsi Max stúkunnar er svo nýr þáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á dagskrá í sumar, Pepsi Max tilþrifin, þar sem sýnd verða öll mörk og helstu tilþrif í leikjum deildarinnar. „Eins og til að mynda núna, í fyrstu umferðinni, þegar þrír leikir verða á sunnudaginn, þá verður Kjartan Atli með þátt strax eftir að síðasta leik lýkur. Hann gerir upp leikina með sérfræðingi, sýnir mörkin og tilþrifin. Síðan förum við yfir umferðina í heild sinni í Pepsi Max stúkunni daginn eftir,“ segir Gummi. Fyrrnefndur upphitunarþáttur hefst kl. 21.15 í kvöld. Klippa: Sportpakkinn - Gummi Ben kynnir Pepsi Max stúkuna
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira