Mennirnir tveir sem voru handteknir eru með virk smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 19:46 Mennirnir verða fluttir á farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Vísir/Friðrik Þór Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40
Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48