Sport

Dagskráin í dag: Grótta spilar sinn fyrsta leik í efstu deild,  KA-menn fara í heimsókn upp á Skaga og Real Madrid spilar fyrsta leikinn eftir hlé

Ísak Hallmundarson skrifar
Gróttumenn mæta til leiks í Pepsi-max deildinni í dag.
Gróttumenn mæta til leiks í Pepsi-max deildinni í dag. vísir/vilhelm

Það verður heldur betur nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag, nú þegar Íslandsmótið í fótbolta er hafið, spænski boltinn farinn að rúlla og bestu kylfingar heims farnir af stað á ný.

Þrír leikir fara fram í Pepsi-max deild karla og verða þeir allir sýndir á Stöð 2 Sport. Fjörið hefst upp á Akranesi þar sem heimamenn taka á móti KA kl. 15:45. Klukkan 17:50 verður svo sýnt frá viðureign Handknattleiksfélags Kópavogs og Fimleikafélags Hafnafjarðar. 

Veislunni lýkur svo með leik Breiðabliks og Gróttu, en þetta verður fyrsti leikur Gróttu í efstu deild frá upphafi. Þar mæta þjálfararnir tveir, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ágúst Gylfason, sínum gömlu liðum.

Einn leikur fer fram í Pepsi-max deild kvenna, en þar tekur ÍBV á móti Þrótti R. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 3 kl. 15:50. 

Real Madrid fær Eibar í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni en leikurinn er sýndur beint á Stöð Sport 2 kl. 17:20. 

PGA-mótaröðin er hafin að nýju og fjórði keppnisdagur Charles Schwab Challenge er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf, og þar er toppbaráttan afar spennandi.

Allar beinar útsendingar dagsins má finna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×