Nýr Landsbanki sprottinn upp úr jörðinni Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2020 23:52 Frá byggingasvæðinu. Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið. Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið.
Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira