„Ég vil láta binda mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. júní 2020 19:59 Saara Rei og Katarina sitja fyrir, bundnar í íslenskri náttúru. Lacoon_and_sons „Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir. Einfaldlega vegna þess að sýnileiki og aðgengi að svona hlutum var svo lítill“. Þetta segir Katarina sem er einn af stofnendum Reykjavík Ropes á Íslandi. Ég eyddi mörgum árum í að kanna aðeins lítinn hluta af því sem vakti forvitni mína bara vegna þess að ég vissi ekki að það væri hægt að uppfylla fantasíurnar mínar á öruggan hátt og gera það án þess að vera dæmd af sjálfri mér eða öðrum. „Eina sem maður sá af BDSM bindingum á þessum tíma var yfirleitt í gegnum klám eða klámtímarit sem sýnir afar þrönga og popúlistíska sýn á hvað þetta snýst allt um“. Katarina er hluti af BDSM senunni á Íslandi og lýsir sér sem ástríðufullum talsmanni Shibari. Katarina segir það, að láta binda sig, geti verið mjög mismunandi upplifun eftir manneskjum og mjög ólíka reynslu eftir því með hverjum þú gerir það. dwl_photo tók myndina og sá um hnútana. dwlphoto „Shibari er japanska orðið fyrir „að binda“ og stendur einnig fyrir japanskar bindingar og mismunandi form hennar“. „Shibari getur verið allskonar; skemmtilegt, hversdagslegt, létt, listrænt, sporty, kjánalegt, unaðslegt, tilfinningalegt, ljúft, kynferðislegt, sársaukafullt, sadískt/masókískt, mjúkt og allt þar á milli. Allt sem hentar þér“. Samþykki og öryggi það allra mikilvægasta Katarina segir það að láta binda sig geti verið mjög mismunandi upplifun eftir manneskjum og mjög ólík reynsla eftir því með hverjum þú gerir það. Hún segir að sérhvert samband og kemestría milli fólks vera mismunandi og það eigi líka við um bindingarnar. Allir hafa sína nálgun og sérstakar óskir hvað varðar bindingar. Við hvetjum þig til þess að virða öll mörk sem og allt fólkið sem iðkar þetta. Samþykki og öryggi er það mikilvægasta. Hvað er Reykjavík Ropes? Þetta er nafn sem við völdum til að halda utan um senuna sem við erum að byggja upp í kringum bindingarsamfélagið á Íslandi. Ég, Alfreð Jónsson og aniima skipuleggjum og höldum utan um kynningarnámskeiðin og Ropejams. Alfreð hefur verið í BDSM samfélaginu og iðkað japanskar bindingar í mörg ár og aniima er mjög reynd í bindingum. Við bjóðum kennurum víðsvegar að úr heiminum að halda helgarnámskeið aðallega um bindingar en einnig önnur efni tengd BDSM. Þar er hægt að stunda japanskar bindingar sér eða blanda öðru úr BDSM heiminum með. Hvernig upplifir þú viðhorf til bindinga og BDSM á Íslandi? Það er mikill áhugi hér en fólk er mjög feimið líka. Reyndar virkar Shibari aðeins aðgengilegra en BDSM á fólk og kannski er ástæðan sú að það er listrænna form bindinga sem fólki finnst spennandi. Sumir geta orðið mjög heillaðir af fólki hangandi og fljúgandi í reipum en það sem fáir átta sig kannski á er að aðalatriðið við þetta er sambandið og dínamíkin milli fólksins, hún er einstök. Katarina segir fólk mjög áhugsasamt um bindingar á Íslandi en einnig séu margir feimnir og þori ekki að stíga fyrsta skrefið. haag_ellipsis Fordómar og skömm tengd BDSM og bindingum Því miður er ennþá mikil skömm og fórdómar tengd BDSM og Shibari og ég vona svo innilega að við getum hjálpað til við að ryðja þeim burt. Við viljum sýna gott fordæmi og kynna fjölbreytileika og frelsi fólks til að tjá ást og nánd. Þetta er bara svo falleg og skemmtileg leið til að eiga samskipti við fólk. Það þarf ekki einu sinni að vera kynferðislegt, þetta getur verið mjög frjálslegt, skemmtilegt og platónískt að binda og fer alveg eftir því hvað þú vilt og með hverjum þú stundar bindingar. Sem dæmi þá hef ég sjálf nokkra ólíka bindingarfélaga. Með sumum þá er þetta bara hversdagslegt og með öðrum er dýpri vinátta og samband. Svo þegar það er manneskja sem ég er náin, verður nálgunin allt önnur og upplifunin líka. Reykjavik Ropes fá reglulega til sín gestakennara sem eru reyndir í bindingum og er næsti kennari Tamandua sem kemur í lok ágústs og verður með námskeið.Anita Sikorska Hvað eru Ropejams viðburðir og fyrir hverja eru þeir? Ropejams eru opnir viðburðir þar sem við bjóðum fólki að koma til okkar og kynnast senunni betur. Það er rými til að binda, æfa sig, kanna og læra saman sem samfélag. Við bjóðum upp á kynningarviðburði einu sinni í mánuði og erum svo líka að vinna að viðburðum til að kenna ólíkar bindingaaðferðir. Næsti kynningarviðburður er haldinn í lok júní og er hluti af „Wild love celebration“. Fyrir áhugasama er hægt að skoða hann hér. Katarina segist vilja koma því til skila til allra þeirra sem eru forvitnir, að kynna sér málið og hafa samband. Við höfum öll verið á þessum stað að þora ekki en svo eftir á þá sérðu að við erum bara hópur af fólki með sama áhugamál. Við erum bara að skemmta okkur saman, kanna og prófa okkur áfram með bindingar og langanir. Myndirnar sem fylgja greininni eru aðsendar og allar af Katarinu sjálfri. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Reykjavík Ropes hér. Instagram prófíla hjá ljósmyndurunum er hægt að nálgast hér: dwlphoto, haag_ellipsis, Anita Sikorska, laocoon_and_sons. Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32 Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29 Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir. Einfaldlega vegna þess að sýnileiki og aðgengi að svona hlutum var svo lítill“. Þetta segir Katarina sem er einn af stofnendum Reykjavík Ropes á Íslandi. Ég eyddi mörgum árum í að kanna aðeins lítinn hluta af því sem vakti forvitni mína bara vegna þess að ég vissi ekki að það væri hægt að uppfylla fantasíurnar mínar á öruggan hátt og gera það án þess að vera dæmd af sjálfri mér eða öðrum. „Eina sem maður sá af BDSM bindingum á þessum tíma var yfirleitt í gegnum klám eða klámtímarit sem sýnir afar þrönga og popúlistíska sýn á hvað þetta snýst allt um“. Katarina er hluti af BDSM senunni á Íslandi og lýsir sér sem ástríðufullum talsmanni Shibari. Katarina segir það, að láta binda sig, geti verið mjög mismunandi upplifun eftir manneskjum og mjög ólíka reynslu eftir því með hverjum þú gerir það. dwl_photo tók myndina og sá um hnútana. dwlphoto „Shibari er japanska orðið fyrir „að binda“ og stendur einnig fyrir japanskar bindingar og mismunandi form hennar“. „Shibari getur verið allskonar; skemmtilegt, hversdagslegt, létt, listrænt, sporty, kjánalegt, unaðslegt, tilfinningalegt, ljúft, kynferðislegt, sársaukafullt, sadískt/masókískt, mjúkt og allt þar á milli. Allt sem hentar þér“. Samþykki og öryggi það allra mikilvægasta Katarina segir það að láta binda sig geti verið mjög mismunandi upplifun eftir manneskjum og mjög ólík reynsla eftir því með hverjum þú gerir það. Hún segir að sérhvert samband og kemestría milli fólks vera mismunandi og það eigi líka við um bindingarnar. Allir hafa sína nálgun og sérstakar óskir hvað varðar bindingar. Við hvetjum þig til þess að virða öll mörk sem og allt fólkið sem iðkar þetta. Samþykki og öryggi er það mikilvægasta. Hvað er Reykjavík Ropes? Þetta er nafn sem við völdum til að halda utan um senuna sem við erum að byggja upp í kringum bindingarsamfélagið á Íslandi. Ég, Alfreð Jónsson og aniima skipuleggjum og höldum utan um kynningarnámskeiðin og Ropejams. Alfreð hefur verið í BDSM samfélaginu og iðkað japanskar bindingar í mörg ár og aniima er mjög reynd í bindingum. Við bjóðum kennurum víðsvegar að úr heiminum að halda helgarnámskeið aðallega um bindingar en einnig önnur efni tengd BDSM. Þar er hægt að stunda japanskar bindingar sér eða blanda öðru úr BDSM heiminum með. Hvernig upplifir þú viðhorf til bindinga og BDSM á Íslandi? Það er mikill áhugi hér en fólk er mjög feimið líka. Reyndar virkar Shibari aðeins aðgengilegra en BDSM á fólk og kannski er ástæðan sú að það er listrænna form bindinga sem fólki finnst spennandi. Sumir geta orðið mjög heillaðir af fólki hangandi og fljúgandi í reipum en það sem fáir átta sig kannski á er að aðalatriðið við þetta er sambandið og dínamíkin milli fólksins, hún er einstök. Katarina segir fólk mjög áhugsasamt um bindingar á Íslandi en einnig séu margir feimnir og þori ekki að stíga fyrsta skrefið. haag_ellipsis Fordómar og skömm tengd BDSM og bindingum Því miður er ennþá mikil skömm og fórdómar tengd BDSM og Shibari og ég vona svo innilega að við getum hjálpað til við að ryðja þeim burt. Við viljum sýna gott fordæmi og kynna fjölbreytileika og frelsi fólks til að tjá ást og nánd. Þetta er bara svo falleg og skemmtileg leið til að eiga samskipti við fólk. Það þarf ekki einu sinni að vera kynferðislegt, þetta getur verið mjög frjálslegt, skemmtilegt og platónískt að binda og fer alveg eftir því hvað þú vilt og með hverjum þú stundar bindingar. Sem dæmi þá hef ég sjálf nokkra ólíka bindingarfélaga. Með sumum þá er þetta bara hversdagslegt og með öðrum er dýpri vinátta og samband. Svo þegar það er manneskja sem ég er náin, verður nálgunin allt önnur og upplifunin líka. Reykjavik Ropes fá reglulega til sín gestakennara sem eru reyndir í bindingum og er næsti kennari Tamandua sem kemur í lok ágústs og verður með námskeið.Anita Sikorska Hvað eru Ropejams viðburðir og fyrir hverja eru þeir? Ropejams eru opnir viðburðir þar sem við bjóðum fólki að koma til okkar og kynnast senunni betur. Það er rými til að binda, æfa sig, kanna og læra saman sem samfélag. Við bjóðum upp á kynningarviðburði einu sinni í mánuði og erum svo líka að vinna að viðburðum til að kenna ólíkar bindingaaðferðir. Næsti kynningarviðburður er haldinn í lok júní og er hluti af „Wild love celebration“. Fyrir áhugasama er hægt að skoða hann hér. Katarina segist vilja koma því til skila til allra þeirra sem eru forvitnir, að kynna sér málið og hafa samband. Við höfum öll verið á þessum stað að þora ekki en svo eftir á þá sérðu að við erum bara hópur af fólki með sama áhugamál. Við erum bara að skemmta okkur saman, kanna og prófa okkur áfram með bindingar og langanir. Myndirnar sem fylgja greininni eru aðsendar og allar af Katarinu sjálfri. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Reykjavík Ropes hér. Instagram prófíla hjá ljósmyndurunum er hægt að nálgast hér: dwlphoto, haag_ellipsis, Anita Sikorska, laocoon_and_sons.
Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32 Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29 Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32
Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29
Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12