Rasmus með höfuðverk í sólarhring eftir leikinn við KR: „Vissi alveg að það væru ekki tveir boltar“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 14:30 Rasmus Christiansen og Tobias Thomsen skullu illa saman í leiknum á laugardag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
„Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30
Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn