Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn var sýknaður. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira