Trump kallar hermenn í Þýskalandi heim vegna NATO-deilna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar Þýskaland um að misnota Bandaríkin hernaðarlega og að koma illa fram í viðskiptum. Chip Somodevilla/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki. NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki.
NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26