Mun Sergio Ramos færa sig um set í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 13:30 Sergio Ramos fagnar hér markinu sem hann skoraði í fyrsta leik Real Madrid eftir hlé. Getty/Oscar J. Barroso Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Sjá meira
Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Sjá meira
Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30
Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30
Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50