Innlent

Svona var upplýsingafundurinn um opnun landamæra Íslands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.
Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Elísabet Inga

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan tvö í dag.

Á fundinum verður fjallað um stöðu mála varðandi opnun landamæra Íslands. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér fyrir neðan, sem og á Stöð 2 Vísi. Þá verður einnig fylgst með framvindu fundarins í beinni textalýsingu á Vísi, neðst í fréttinni.

Í gær hófust skimanir á landamærum Íslands og er ferðamönnum sem heimilt er að koma hingað til lands boðið að fara í skimun fyrir kórónuveiru, í stað þess að fara í 14 daga sóttkví.

Um 900 manns komu til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll í gær og gengu skimanir heilt yfir vel, líkt og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×