Íslenski boltinn

Hjör­var um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfi­legt mál“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason og Davíð Þór Viðarsson í þætti mánudagsins.
Hjörvar Hafliðason og Davíð Þór Viðarsson í þætti mánudagsins. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað.

Þetta sagði Hjörvar í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið en í 1. umferðinni meiddist Bjarni Gunnarsson í leik gegn FH. Það varð til þess að HK-ingar urðu ansi fáliðaðir í framherjastöðunni.

„Það var mjög slæmt að missa Bjarna Gunnarsson af velli sem er eiginlega eina nían. Þú verður að átta þig á því að HK liðið í fyrra var með Emil Atlason, sem var hérna inn á rétt áðan, og Brynjar Jónasson. Það var haft fyrir því að ná í þessa leikmenn en báðir eru farnir í ár og það kemur enginn í staðinn,“ sagði Hjörvar.

„Hver kemur inn á? Jón Arnar Barðdal. Maður sem hefur ekkert skorað og maður sem hefur verið að spila með Fjarðabyggð árið 2016 og svo eitthvað KFG og ÍR. Hann er allt í einu orðinn nía í liði í efstu deild. HK rankar við sér með þessa stöðu uppi. Það er auðvitað skelfilegt mál. Þú ferð í það að vera með þrjá sentera í það að vera með einn.“

„Svo velti maður fyrir sér. Hvar er Hafsteinn Briem? Hann sleit krossband fyrir tveimur árum síðan. Hann hlýtur að fara verða klár. Hann ætti að vera í hóp. Hann er einn reyndasti leikmaðurinn í efstu deild,“ sagði Hjörvar.

Síðar um kvöldið var tilkynnt að framherjinn Stefan Alexander Ljubicic væri genginn í raðir HK.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Hjörvar um HK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×