Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2020 10:00 Rúna Þorkelsdóttir (fyrir miðju) á opnun sýningarinnar Pappírsblóm í gær. Mynd/Hönnunarsafn Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og þar má finna verk Rúnu Þorkelsdóttur. Rúna er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garçons. Á meðal þeirra sem keyptu flík með munstri Rúnu var Michelle Obama. Skapandi samvinna Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976 og hélt síðan til framhaldsnáms við Konstfack-listaskólann í Stokkhólmi og þaðan til Amsterdam þar sem hún stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie. Rúna var einn af stofnendum Nýlistasafnsins 1978, listbókaverslunarinnar Boekie Woekie í Amsterdam 1985 og Dieter Roth Academie í Basel árið 2000. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hennar eru varðveitt í listasöfnum vestan hafs og austan. Bókverkið Paperflowers vann Rúna á vinnustofu sinni í Amsterdam á svokallaða Rotaprint prentvél og var verkið gefið út í 100 árituðum og innbundnum bókum árið 1998. Jafnframt voru prentuð 10 aukaeintök ef hverri mynd sem gefin voru út í lausblaðamöppum og seldist útgáfan fljótt upp. Pappírsblóm Rúnu.Rúna Þorkelsdóttir Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo. Hafði hún samband við Rúnu og hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit, svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti mikla athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda flíka úr línunni var Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Árið 2012 keypti Safnasafnið blómamyndaröð í 33 einingum af Rúnu og skömmu síðar byrjaði hún að gefa Safnasafninu einingar úr tímamótverkinu Paperflowers og lauk því ferli með fullnaðargjöf 2019 sem samanstendur af bókverki, áþrykktum efnum, grafíkblöðum og tískutímaritum. Safnasafnið lánaði Hönnunarsafninu verkin sem sýnd eru á Pappírsblóm. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá uppsetningu sýningarinnar. Rúna mun svo bjóða upp á fjölskyldusmiðju í þrykki sunnudaginn 28. júní og sunnudaginn 5. júlí milli kl. 13-14:30 á torginu við Garðatorg 7 í tengslum við sýninguna. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og þar má finna verk Rúnu Þorkelsdóttur. Rúna er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garçons. Á meðal þeirra sem keyptu flík með munstri Rúnu var Michelle Obama. Skapandi samvinna Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976 og hélt síðan til framhaldsnáms við Konstfack-listaskólann í Stokkhólmi og þaðan til Amsterdam þar sem hún stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie. Rúna var einn af stofnendum Nýlistasafnsins 1978, listbókaverslunarinnar Boekie Woekie í Amsterdam 1985 og Dieter Roth Academie í Basel árið 2000. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hennar eru varðveitt í listasöfnum vestan hafs og austan. Bókverkið Paperflowers vann Rúna á vinnustofu sinni í Amsterdam á svokallaða Rotaprint prentvél og var verkið gefið út í 100 árituðum og innbundnum bókum árið 1998. Jafnframt voru prentuð 10 aukaeintök ef hverri mynd sem gefin voru út í lausblaðamöppum og seldist útgáfan fljótt upp. Pappírsblóm Rúnu.Rúna Þorkelsdóttir Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo. Hafði hún samband við Rúnu og hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit, svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti mikla athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda flíka úr línunni var Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Árið 2012 keypti Safnasafnið blómamyndaröð í 33 einingum af Rúnu og skömmu síðar byrjaði hún að gefa Safnasafninu einingar úr tímamótverkinu Paperflowers og lauk því ferli með fullnaðargjöf 2019 sem samanstendur af bókverki, áþrykktum efnum, grafíkblöðum og tískutímaritum. Safnasafnið lánaði Hönnunarsafninu verkin sem sýnd eru á Pappírsblóm. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá uppsetningu sýningarinnar. Rúna mun svo bjóða upp á fjölskyldusmiðju í þrykki sunnudaginn 28. júní og sunnudaginn 5. júlí milli kl. 13-14:30 á torginu við Garðatorg 7 í tengslum við sýninguna. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45