Íslenski boltinn

Fimm leikir sýndir beint í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá bikarúrslitaleik Víkinga og FH á Laugardalsvellinum í fyrra. Víkingurinn Nikolaj Hansen reynir skalla að marki og er þarna á undan FH-ingunum Guðmundi Kristjánssyni og Cedric D´ulivo.
Frá bikarúrslitaleik Víkinga og FH á Laugardalsvellinum í fyrra. Víkingurinn Nikolaj Hansen reynir skalla að marki og er þarna á undan FH-ingunum Guðmundi Kristjánssyni og Cedric D´ulivo. Vísir/Vilhelm

Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest tímasetningar leikja í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla en dregið var í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn var.

Þetta er fyrsta umferð Mjólkurbikarsins í ár þar sem Pepsi Max deildarliðin koma inn í keppnina en barist var um tuttugu laus sæti í aðalkeppninni í fyrstu tveimur umferðunum.

Drátturinn fór þannig að það verður enginn Pepsi Max deildar slagur í 32 liða úrslitunum í ár. Lið Vals og KR lentu þannig á móti liðum Skautafélags Reykjavíkur (Valur) og Vængjum Júpíters (KR) svo eitthvað sé nefnt.

Leikirnir í 32 liða úrslitunum fara fram frá þriðjudeginum 23. júní til fimmtudagsins 25. júní. Sex leikir eru á þriðjudeginum, átta leikir eru á miðvikudeginum og loks tveir leikir á fimmtudeginum.

Sjónvarpsleikir umferðarinnar hafa jafnframt verið ákveðnir, en fimm leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bæði Leiknisliðin verða sem dæmi í beinni á miðvikudagskvöldinu.

Sjónvarpsleikir

  • Þriðjudagurinn 23. júní
  • Fram - ÍR á Framvelli klukkan 18.00
  • Grótta - Höttur/Huginn á Vivaldivellinum klukkan 20.15
  • Miðvikudagurinn 24. júní
  • KA - Leiknir R. á Greifavellinum klukkan 18.00
  • Stjarnan - Leiknir F. á Samsung vellinum klukkan 20.15
  • Fimmtudagurinn 25. júní
  • Breiðablik - Keflavík á Kópavogsvelli klukkan 19.15



Fleiri fréttir

Sjá meira


×