Viðskipti innlent

Jón Björns­son ráðinn for­stjóri Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Jón tekur við starfinu af Finni Oddssyni.
Jón tekur við starfinu af Finni Oddssyni. Vísir/Hanna

Stjórn Origo hefur ráðið Jón Björnsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu þann 21. ágúst næstkomandi.

Í tilkynningu kemur fram að Jón hafi víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu.

„Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum.

Jón situr m.a. í stjórnum Boozt.com og Klappir Grænar Lausnir,“ segir í tilkynningunni.

Jón tekur við starfinu af Finni Oddssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Haga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×